top of page

Guðný M Magnúsdóttir: ÚR HRING í Listhúsi Ófeigs

508A4884.JPG

miðvikudagur, 5. júlí 2023

Guðný M Magnúsdóttir: ÚR HRING í Listhúsi Ófeigs

Guðný M Magnúsdóttir leirlistakona opnar sýninguna … ÚR HRING í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5. Sýningin stendur til 26. júlí.

„Keramik, eða leir er partur af mér, skilgreinir að hluta til hver ég er, enda hefur hann loðað við hendur mínar í meira en fimmtíu ár og verður tæplega af mér þveginn héðan af. Hann er efni, bæði flötur og form, harður og mjúkur, síkvikur og eilífur, skál eða skúlptúr, diskur eða málverk, hann er mér sífelld upplifun og innblástur, vekur forvitni mina og sköpunargleði……”

Guðný hefur frá árinu 1974 unnið með leir eða frá því hún útskrifaðist úr keramikdeild Myndlista- og handíðaskólans og starfaði í Finnlandi á árunun 1980-85. Eftir heimkomu hefur hún rekið eigin vinnustofu, gallerí og um tíma Gallerí Úmbru og tekið þátt í listamannareknum galleríum, nú síðast í Kaolín Keramikgalleríi á Skólavörðustígnum.

Á löngum ferli hefur Guðný haldið yfir 14 einkasýningar bæði hér og í Helsinki ásamt því að taka þátt í fjölda sýninga erlendis.

Guðný á verk á nokkrum helstu söfnum hérlendis og einnig erlendis.

Sýningin stendur til 26. júlí.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page