top of page

Guðbjörg Ringsted opnar málverkasýninguna LÍFSÞRÆÐIR í ArtAk105 Gallery

508A4884.JPG

fimmtudagur, 25. maí 2023

Guðbjörg Ringsted opnar málverkasýninguna LÍFSÞRÆÐIR í ArtAk105 Gallery

Föstudaginn 26. maí opnar Guðbjörg Ringsted málverkasýninguna LÍFSÞRÆÐIR í ArtAk105 Gallery, Skipholti 9, Reykjavík. Sýningin stendur aðeins í 3 daga og er opið sem hér segir:

Föstudag 26. maí er opið frá kl 16 - 19
Laugardag 27.maí frá kl 14 - 17
Sunnudag 28.maí frá kl 14 - 17

Rauði þráðurinn í lífinu liggur á milli gleði og sorgar. Blómin í málverkum mínum eru oftar en ekki tákn fyrir lífið og líðan. Þau geta dansað kát um myndflötinn, þau standa kyrr og róleg eða drúpa höfði. Lífið er allskonar.

Guðbjörg Ringsted er fædd á Akureyri árið 1957. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk námi þaðan árið 1982. Í fyrstu vann Guðbjörg aðallega með grafík en árið 2007 breytti hún yfir í akrýlmálverk. Um leið varð aðal viðfangsefni hennar útsaumsblóm líkt og eru á íslenskum kven-þjóðbúningum; en blómin og jurtirnar fá sitt eigið frelsi á myndfletinum. Guðbjörg hefur haldið 35 einkasýningar; m.a. í HOFI Akureyri, Edinborgarhúsinu Ísafirði og Hallgrímskirkju í Reykjavík.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page