top of page

Grafíksalurinn: Um stað / About a Place - Soffía Sæmundsdóttir - Sýningarlok og listmannaspjall

508A4884.JPG

föstudagur, 11. nóvember 2022

Grafíksalurinn: Um stað / About a Place - Soffía Sæmundsdóttir - Sýningarlok og listmannaspjall

Sýningu Soffíu Sæmundsdóttur Um stað / About a Place í Grafíksalnum, sýningarsal félagsins Íslensk grafík Tryggvagötu 17, hafnarmegin lýkur sunnudaginn 13. nóvember. Opið er alla daga frá 14-17.

Laugardaginn 12. nóvember klukkan 15 segir hún frá tilurð sýningarinnar en þar eru stórar kolateikningar, ýmis verk á pappír og annað óvænt sett fram sem einskonar leiðarvísir minninga um stað á Suðurlandi. Bókin Sveitin mín – leiðarvísir, gefin út í 100 tölusettum og árituðum eintökum er til sölu á sýningunni.

Soffía á að baki langan og farsælan feril á myndlistar vettvangi frá útskrift úr grafíkdeild MHÍ 1991. Hún hefur staðið fyrir ótal sýningum, tekið þátt í samsýningum, rekið vinnustofu og verið virk í félaginu Íslensk grafík. Verk hennar eru í eigu fjölda stofnana og einstaklinga og hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín.

https://www.instagram.com/soffia.saemundsdottir/
https://www.soffias.is/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page