Sýningaropnun: Grafíksalurinn

fimmtudagur, 11. desember 2025
Sýningaropnun: Grafíksalurinn
Sýningaropnun:
11. desember frá 17:00-19:00
Hópur nýrra félaga í Grafíkfélaginu stillir hér saman strengi og sýnir fjölbreytt tilbrigði við grafík í opnum og víðum skilningi. Hver listamaður leggur fram eigin sýn og skapar í sameiningu fjölbreytt rými þar sem ólík sjónarhorn mætast og mynda nýja heild. Á sýningunni má sjá mjög fjölbreytt verk unnin í margvíslegum miðlum.
Nýir meðlimir í Grafíkfélaginu eru: Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir, Dagur Benedikt Reynisson, Duna August, Gunnar R Kristinsson, Marco Dorn, Pétur Halldórsson, Sara Riel og Þórir Karl Celin.
Verkin eru öll til sölu og í húsinu verður notaleg jólastemning
Sýningartímabil: 12.12 - 21.12.2025
Opið virka daga frá 15:00 til 18:00 og
laugardaga og sunnudaga frá 14:00 til 17:00.


