top of page

Grafíksalurinn: EFNI & RÝMI - Þóra Sigurðardóttir

508A4884.JPG

laugardagur, 12. febrúar 2022

Grafíksalurinn: EFNI & RÝMI - Þóra Sigurðardóttir

EFNI & RÝMI
Þóra Sigurðardóttir
Salur Félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17
Laugardaginn 12. febrúar nk. kl. 14:00 - 17:00
Sýningin stendur frá 12.02. til 06.03. 2022
Á sýningunni eru ætingar, prentaðar af málmplötum á bómullarpappír og teikningar unnar á hörstriga. Opið kl. 14:00 - 17:00 þann 12.febrúar.
Þóra Sigurðardóttir hefur sýnt verk sín reglulega á samsýningum og einkasýningum. Hún hefur starfað við listkennslu, sýningarstjórn og var skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík um árabil. Hún rekur nú ásamt Sumarliða Ísleifssyni Sýningarrými að Nýp á Skarðsströnd www.nyp.is.
Þóra hóf að kenna við Myndlistaskólann í Reykjavík árið 1985, en hélt utan tveimur árum síðar og stundaði framhaldsnám í skúlptúr og rými í Danmörku. Eftir framhaldsnámið kenndi Þóra grunnatriði teikningar og rýmis í listaskólum, en vann jafnframt með efni, rými og teikningu í eigin verkum.
Þessi grunnur er viðfangsefni í þeim verkum sem Þóra sýnir nú; teikningar með grafíti, bleki, kolum og eggtempera á hörstriga - ásamt teikningum sem útfærðar eru með ætingu í málm, handprentaðar á 270 gr. bómullarpappír.
Prentverkin eru unnin á hausti 2021 í vinnustofudvöl í Feneyjum og á grafíkverkstæðinu í Hafnarhúsi, en teikningarnar eru frá sl. 3 árum. Etv. mætti segja að verkin innihaldi að nokkru leyti eiginleika skúlptúrs, þar sem lag er lagt ofan á lag af efni, hlaðið upp af láréttu plani pappírsins/strigans. Verk Þóru Sigurðardóttur eru í eigu opinberra safna og einkasafna hér á landi og erlendis.
Sýningin er í sal Félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17, inngangur snýr að höfninni.
Opið kl. 14:00 - 17:00
miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page