top of page

Gróskusalurinn, Garðatorgi 1: TABÚ - Aldís Gló

508A4884.JPG

þriðjudagur, 22. mars 2022

Gróskusalurinn, Garðatorgi 1: TABÚ - Aldís Gló

Laugardaginn 26. mars 2022 kl 14-17 opnar 3ja einkasýning Aldísar Glóar í Gróskusalnum, Garðatorgi 1.
Sýningin ber nafnið TABÚ og er bönnuð innan 16 ára.

Á staðnum verða léttar veitingar, glaumur og gleði.

Sýningin verður opin til 10. apríl:
Helgar: kl. 14-17
Virka daga: kl. 16-19


TABÚ - MYNDLISTARSÝNING
Hvað má kona mikið tjá sig sem kynvera? Hvenær er smart að hafa skoðanir eða langanir sem kynvera? Á hvaða aldursbili er rétt að vera til að “mega” tjá sig sem kynvera? Hversu langt má kona fara í sinni tjáningu? Er kvenlegt að mála erótík? Eða er það einkamál karlmanna?
Má kona á miðjum aldri tjá sig sem kynvera eða þarf kona samþykki? Og frá hverjum þá?
Samfélaginu?
Karlmönnum?
Öðrum konum?
Eða kannski bara sjálfri sér?
Er síðasta tepran “dauð”?

Kær kveðja
Aldís Gló

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page