top of page

Gróska, Garðabæ: Í krafti kvenna - Álheiður og Árný Björk

508A4884.JPG

föstudagur, 10. desember 2021

Gróska, Garðabæ: Í krafti kvenna - Álheiður og Árný Björk

Í krafti kvenna

Álfheiður og Árný Björk bjóða ykkur velkomin á sýninguna "Í krafti kvenna" Í Gróskusalnum Garðatorgi Garðabæ. Á sýningunni er kraftur konunnar og náttúrunnar í aðalhlutverki.

Frjálst flæði og næmni í blöndun lita skapa heillandi blæ í vatnslitaverkum Árnýjar Bjarkar. Hún málaði fyrir sýninguna undir áhrifum frá skrifum Látra Björgu og þeim náttúru myndum sem dregin eru upp í ljóðum hennar. Árný Björk tekst á við ævintýraleg tengsl kraftaskáldsins við náttúruna og þá kynngimögnun sem fólust í þeim tengslum. Verk hennar eru flest landslagsmyndir í abstrakt stíl þó einnig séu fíkuratífar myndir inná milli. Árný Björk stundaði BA nám í fine arts við Arizona State University en masters nám við Pratt Institute í New York.

Álfheiður vinnur með tengsl kvenna við marga þætti. Konan er tengiliður fjölskyldna, aflar tekna og er sívirk í skapandi heimi. Þar sem hraði nútímans er mikill stendur konan samt keik þótt á móti blási. Álfheiður tengir konuna við náttúruna og orkuna sem við öðlumst frá henni í ýmsum útfærslum bæði í fortíð og nútíð.
Álfheiður útskrifaði frá MHÍ. Hún á að baki fjölmargar sýningar bæði hérlendis og erlendis.

Álfheiður og Árný Björk eru báðar í Grósku Garðabæ og reka einnig Gallerý Grástein á Skólavörðustíg 4 ásamt völdum listamönnum. Sjá nánar verk þeirra hér: Álfheidurart og Árnýbjörkart á facebook.
Við hlökkum til að sjá ykkur, léttar veitingar verða í boði.

Opið helgarnar 11. og 12. desember og 18. og 19. desember - laugardag og sunnudag frá 14-17

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page