top of page

GRÍMUR í Norræna Húsinu

508A4884.JPG

mánudagur, 31. júlí 2023

GRÍMUR í Norræna Húsinu

Árið 1983 komu til landsins tveir norskir myndlistamenn þeir Göran Ohldieck og Kjetil Berge. Tilgangur ferðar þeirra var að setja upp stóra sýningu í sal Norræna hússins GRÍMUR/MASKER – yfir 200 ljósmyndaverk og skyggnur sem rík voru af hinsegin orðræðu og fagurfræði.
Það voru ekki margir sem sáu þessa sýningu þar sem hún var einungis uppi í tvo sólahringa. Listamennirnir tveir pökkuðu sýningunni niður eftir að hafa lagt mikla vinnu við upphengið og fóru af landi brott.

Heimildir hafa sagt okkur að ráðafólk Norræna hússins vildi ritskoða sýninguna og báðu listamennina að fjarlægja “óæskileg” verk úr sýningunni sem þeir tóku ekki í mál.

Núna 40 árum seinna er komið að því að opinbera þennann blett á sýningarsögu Norræna hússins og eiga samtal um atburðinn. Sýningin sem aldrei var haldin verður opnuð almenningi í nýrri mynd undir sýningarstjórn Yndu Eldborgar þann 10. Ágúst 2023.

“Ennþá stendur hinsegin samfélagið frammi fyrir ógnum, hótunum, morðum, barsmíðum og hryllingi sem núna bitnar fyrst og fremst á trans og kynsegin fólki. Verk þeirra Göran og Kjetil eru þess vegna ennþá mikilvægt framlag til samfélagsumræðunnar, myndlistar, hinsegin fagurfræði, listasögu og sögu ritskoðunar.” – Úr inngangi Dr Yndu Eldborg, sýningarstýru sýningarinnar GRÍMUR: ritskoðuð sýning.

Sýningin verður opin 10:00 – 17:00 alla daga nema mánudaga til og með 30 September.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page