top of page

Gjutars, Vantaa: Vinnustofuskipti - Open Call

508A4884.JPG

þriðjudagur, 20. desember 2022

Gjutars, Vantaa: Vinnustofuskipti - Open Call

Frá 2014 hefur SÍM verið í samstarfi um gestavinnustofuskipti við Vantaa Artists’ Association í Finnlandi.

Samstarfið felur í sér að SÍM félaga er boðið að dvelja í einn mánuð í Vantaa og kemur finnskur myndlistarmaður í staðinn og dvelur í einn mánuð í gestavinnustofu SÍM á Korpúlfsstöðum.


Hús Gjutars er í borginni Vantaa, nálægt Helsinki, en hún er fjórða stærsta borgin í Finnlandi. Gestavinnustofan er staðsett í gömlu húsi í miðri Vantaa. Gestavinnustofan er á efri hæðinni og er með sérsvölum.

Svefnherbergið er um 15 m2 á stærð.

Í íbúðinni er ísskápur, eldavél, eldhúsáhöld og grunnmatvörur. Á baðherberginu er sturta og þvottavél. Þráðlaust net. Vinnustofan er 22 m2 og er einnig á efri hæðinni.

Á vinnustofunni er grafíkpressa og vaskur.

Tekið er á móti umsóknum fyrir gestavinnustofuskiptin einu sinni á ári og eru þau auglýst sérstaklega.



Vantaa Artists’ Association

https://www.transartists.org/en/air/vantaa-artist-association

Email: sim@sim.is



Umsókn fyrir vinnustofuskipti í Gjutars í Vantaa, Finnlandi fyrir tímabilið 01.06.2023 - 30.06.2023 er nú opin.

​​Umsóknarfrestur er til 15.01.2023

​Umsóknarfrestur er til miðnættis þann dag sem auglýstur er.

Sækja um hér: https://www.sim.is/vinnustofuskipti

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page