Gjafabréf og ferðaávísanir Orlofssjóðs árið 2023
fimmtudagur, 12. janúar 2023
Gjafabréf og ferðaávísanir Orlofssjóðs árið 2023
Orlofssjóður BHM minnir sjóðfélaga á úrval niðurgreiddra ferðaávísana og gjafabréfa í flug
Gjafabréf í flug
Gjafabréfin sem hægt er að kaupa eru frá Icelandair, Niceair og Erni. Þau er hægt að kaupa á orlofsvef BHM, en fyrst þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Á hverju almanaksári er hægt að kaupa:
Icelandair:
5 stykki að verðmæti 30.000 kr., sjóðfélagi greiðir 22.000 kr.
4 stykki að verðmæti 12.000 kr., sjóðfélagi greiðir 8.800 kr
*Gildistíminn er 5 ár og hver sem er getur nýtt sér þau. Hægt er að nota bréfin bæði í flug innan- og utanlands. Hægt er skoða stöðu á áður keyptum gjafabréfum hér.
Niceair:
5 stykki að verðmæti 32.000 kr., sjóðfélagi greiðir 22.000 kr.
*Gildistíminn er ótímabundinn.
Ernir:
5 stykki að verðmæti 20.800 kr., Höfn í Hornafirði, sjóðfélagi greiðir 16.300 kr.
5 stykki að verðmæti 20.800 kr., Húsavík, sjóðfélagi greiðir 16.300 kr.
*Gildistíminn er ótímabundinn.
Hægt er að nálgast áður keypt gjafabréf á orlofsvef BHM undir: síðan mín og mínar pantanir.
ATH. Ekki er hægt að fá gjafabréf endurgreidd
Sjá nánar: https://www.bhm.is/greinar/gjafabref-og-ferdaavisanir-orlofssjods-arid-2023