top of page

Gjörningur - Ásta Fanney Sigurðardóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 22. maí 2025

Gjörningur - Ásta Fanney Sigurðardóttir

Ásta Fanney Sigurðardóttir er með verk í vinnslu í Ásmundarsafni um þessar mundir og verður með gjörning sunnudaginn 25. maí kl. 14.00.

Í Ásmundarsafni stendur yfir sýningin Undraland Ásmundar Sveinssonar. Yfir allt árið 2025 er listamönnum boðin aðstaða í húsinu til þess að vinna að eigin verkum í vinnslu eða hvers konar ferli. Ásta Fanney hefur nýtt tímann í Undralandi til þess að henda reiður á því sem hún hefur unnið að á síðustu árum.

Í verkum Ástu Fanneyjar er sterk tilfinning fyrir flæði, breytingum og hverfulleika. Hún hefur ekki bundist ákveðnum miðli en komið við á flestum þeim vígstöðvum sem kalla mætti tímatengdar. Sem gjörningalistamaður hefur hún komið fram við ýmis tækifæri og látið reyna á samskipti við áhorfendur. Tungumálið er mikilvægur þáttur í verkum hennar, möguleikar þess og takmarkanir og spurningar vakna um hvað taki við þegar því sleppir.

Ásta Fann­ey Sig­urðardótt­ir verður full­trúi Íslands á
Fen­eyjat­víær­ingn­um í mynd­list árið 2026.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page