top of page
Gjöf Njarðar - gluggasýning

fimmtudagur, 17. október 2024
Gjöf Njarðar - gluggasýning
Velkomin á opnun sýningarinnar Gjöf Njarðar - gluggasýning föstudaginn 18. október n.k. í Myrkraverk Gallery, Skólavörðustíg 3. Opnunin stendur yfir milli kl 15-17 og eru allir velkomnir.
Á sýningunni munu höggmyndir og bronsmyndir af refum og öðrum hrekkjalómum bregða fyrir.
Matthías Rúnar Sigurðsson (1988) er myndhöggvari og efniviður höggmynda hans eru steinar - grágrýti, blágrýti, gabbró, granít, marmari ofl.
Sýningin stendur yfir til 31. október n.k. og er opið á fimmtudögum, milli 12-17 og eftir samkomulagi. Hægt verður að skoða sýninguna í glugganum.
bottom of page