Gilfélagið: star–>body–>stone–> - Sean Taal
þriðjudagur, 25. janúar 2022
Gilfélagið: star–>body–>stone–> - Sean Taal
star–>body–>stone–>
Verið velkomin á sýninguna star–>body–>stone–> eftir gestalistamann Gilfélagsins Sean Taal um helgina í Deiglunni.
Vandaðar og nákvæmar blýantsteikningar Sean Taal af skálduðum rýmum vekja mann til umhugsunar um hvað eða hver liggi í skugganum. Með það að markmiði að skapa tilfinningu um óvissu, má verk Sean út bilið milli þæginda og óþæginda, raunveruleikans og ímyndunar. Sean er myndlistarmaður frá Mohkinstsis (Calgary, Kanada).
Hann útskrifaðist frá Alberta College of Art + Design með BFA í teikningu árið 2015. Árið 2012 var sótti hann Association of Independent Colleges of Art and Design’s New York Studio Residency Program.
Sean hefur dvalið í gestavinnustofu Gilfélagsins í janúar 2022. Hann hefur nýtt tímann á Akureyri til að vinna að áframhaldandi röð teikninga sem leika með hella sem rými þar sem línan milli fantasíu og veruleika fléttast saman. Með því að nota pareidólíu (þegar við horfum á eitthvað óþekkt en þykjumst sjá eitthvað kunnuglegt, t.d. andlit í náttúrunni.) spegilmyndir, skugga og að vefja steinmyndanir í dúk, er markmið þessara teikninga að skapa djúpa óvissu og jafnframt hafa þær tælandi og aðlaðandi. Þeim er ætlað að vera leikandi hugmyndir um lifandi altar sem vex og breytist óséð undir okkur.
Opnunartímar eru kl. 14 – 17 laugardaginn 29. janúar og sunnudaginn 30. janúar 2022.
Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.
Verið hjartanlega velkomin. Grímuskylda inni og tíu manns mega vera í salnum í einu.