Gilfélagið: Molda - Arnbjörg
þriðjudagur, 21. desember 2021
Gilfélagið: Molda - Arnbjörg
Innsetningin Molda kemur í norðrið eftir ferðalag í austrið, suðrið og vestrið sl. sumar og vor. Opnunin er kl 11 þann 21.desember nk. í Deiglunni á Akureyri.
Slökunar og hljóðviðburðir verða í rýminu 21.-23.desember og verða settir inn þegar nær dregur.
Húsið opnar kl 11 og hefst opnunin með listamannaspjalli um verkið, ferlið og ferðalagið um landið. Sýnd verða videoverk úr hinum höfuðáttunum í salnum sem tengir upphafið við endinn.
Molda er gerð úr náttúruefnum og rótum. Arnbjörg fékk styrk frá Múlaþingi til að setja verkið upp í tanknum á Djúpavogi í júní 2021. Henni fylgir hljóðinnsetning með ljóði Guðrúnar Evu Mínervudóttur og kontrabassaundirspili Alexöndru Kjeld og gongspili Arnbjargar.
Molda tekur á sig annað form í norðri og býður þig velkomin. Verkið er samtal við rætur og uppruna.
Opnunartímar:
21. desember kl 11-21 (Fullt í gongslökun kl 19-20:15).
22. desember kl 11-19. (Enn laust á tónlistarviðburðinn Kyrrð kl 17-17:30 með Fanneyju og Ástu Soffíu og í gongslökun með Hljóðheilurum á svæðinu kl 19-20:15, bókið á omurakureyri@gmail.com)
23. desember kl 11-16.
Um listakonuna
Arnbjörg (1979) er búsett á Akureyri og starfar sem yogakennari og er nemandi í HA. Hún hefur sinnt myndlist, tónlist og hönnun um árabil. Molda er hennar fyrsta innsetningarverk en hún gerði ma. hljóðinnsetningu í gamalli kirkju í S Los Angeles við innsetningu tveggja listakvenna 2018. Lestu meira hér á arnbjorg.is.