top of page

Gilfélagið: Köttur á köldu blikkþaki - Christopher Sage

508A4884.JPG

miðvikudagur, 20. apríl 2022

Gilfélagið: Köttur á köldu blikkþaki - Christopher Sage

Köttur á köldu blikkþaki
Vertu velkomin á sýninguna Köttur á köld blikkþaki. Gestalistamaður Gilfélagsins, Christopher Sage sýnir afrakstur dvalar sinnar.

Köttur á köldu blikkþaki / Cat on a cold tin roof
Opnun: 18:30 - 21:30 föstudaginn 22. Apríl
12:00 – 18:00 laugardagur 23. – sunnudagur 24. Apríl
Deiglan, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri

Verk Christopher Sage skoða myndmál og kóðun sem leið til að kryfja hin ýmsu kerfi sem styðja og hafa áhrif á skilning okkar á alheiminum sem við búum í, allt frá heimspeki og vísindum til trúarbragða og tungumáls. Christopher sækir í fjölbreyttar samtíma- og sögulegar heimildir og rannsakar oft misvísandi eða ólíkar hugmyndir í verkum sínum.

Stærðfræðileg uppbygging stjórnar uppbyggingu verka Christopher Sage, eins og lögmál eðlisfræðinnar stjórna efnisheiminum. Christopher notar frumtölurunur sem ramma til að vinna myndbyggingu og hlutföll verka sinna. Þessi stærðfræðilega undirstaða hefur fagurfræðilegu áhrif. Þó fagurfræðilegar meginreglur hins klassíska gullna sniðs koma frá náttúrulegum formum, koma frumtölur úr talnakerfinu sjálfu. Christopher útskýrir: "Ég hef áhuga á frumtölum sem aukaafurð skipulegs, rökrétts kerfis. Einstakur og áþreifanlegur ódeilanleiki þeirra er á skjön við óreglulega hegðun þeirra, birtist með ófyrirsjáanlegu og að því er virðist tilviljanakenndu millibili."

Undanfarin 4 ár hefur Christopher rannsakað táknmyndir sem myndrænar byggingareiningar samskipta og skilnings og þróað sína eigin röð af glýfískum lykkjuformum. Á meðan á dvöl sinni í Gestavinnustofu Gilfélagsins stendur mun hann rannsaka tungumálið í tengslum við 32 stafi íslenska stafrófsins. "Þó að það sé boðið upp á nýjar tegundir áhrifa, einkum Þ og Ð, er fjarvera bókstafsins Z í íslenska stafrófinu síðan 1973 einnig áhugaverð. Frá mínu eigin menningarlegu sjónarmiði hefur bókstafurinn Z þýðingu sem Omega, "loka" stafurinn í settinu en það hefur líka stærðfræðilega tilvísun í staðbundið hnit líkamlegrar dýptar. Þetta er form sem endurtekur sig í mínum eigin verkum, og ég er áhugasamur um að skilja þessa helgirún frá íslenskum menningarsjónarmiðum."

Á sýningunni Cat on a cold tin roof/Köttur á köldu blikkþaki í Deiglunni verða sýnd ný málverk á pappír, sem voru unnin núna á gestvinnustofunni, ásamt undirbúningsrannsóknum að nýjum trékubbum fyrir röð hans af helgirúnateikningum úr íslenska stafrófinu. Þetta verður sýnt ásamt 21 prentverkum úr hinni vaxandi helgirúnaröð.

Christopher Sage fæddist árið 1975 í London; hann býr og starfar í Berlín. Christopher starfar á sviði málaralistar, prentgerðar, skúlptúra og innsetningar. Hann lærði myndlist við háskólann í Reading og sérhæfði sig í skúlptúr og innsetningarlist undir stjórn listamannanna Bill Colbert og Ron Hasendon, sneri aftur til háskólans sem yngri lektor og lauk framhaldsnámi í myndlist í málaralist hjá prófessor Stephan Buckley.

Christopher hefur sýnt á völdum sam- og einkasýningum í Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki og Ameríku á söfnum, stofnunum, galleríum og verkefnarýmum, þar á meðal sýningum í Spike Island (Bristol), Bristol Museum (Bristol), Kunstraum Kreuzberg Bettanien (Berlín) , Kunsthalle Exnergasse (Vín), Affenfaust Galerie (Hamborg), Lage Egal, (Berlín), Busche Kunst (Berlín), Schau Fenster (Berlín), & Fancy Nasty Studios, (Miami).

Hann hefur stýrt og verið meðstjórnandi fjölda sýninga í Bristol, Berlín, Hamborg og Vínarborg í verkefnarýmum og öðrum stöðum, þar á meðal Presents, Avery's wine vaults (Bristol), Form from Function, REH Kunst & Arcadia Unbound í sögulegu fyrrverandi DDR. Funkhaus Berlín.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page