top of page
Gestavinnustofa Gilfélagsins laus í 2 vikur í nóvember 2023

þriðjudagur, 8. ágúst 2023
Gestavinnustofa Gilfélagsins laus í 2 vikur í nóvember 2023
Vegna forfalla er gestavinnustofa Gilfélagsins laus til útleigu frá 1. - 15. nóvermber 2023. Verð fyrir dvölina er 40.000 kr.
Gestavinnustofan er fullbúin íbúð með vinnustofu sem hentar einum listamanni eða pari. Íbúðin er staðsett í Kaupvangsstræti, eða Listagilinu í miðbæ Akureyrar þar sem er stutt að sækja alla helstu þjónustu svo ekki sé minnst á fjölbreytt menningarlíf.
Nánari upplýsingar um aðstöðuna er á heimasíðu okkar, http://listagil.is/
Áhugasamir hafi samband við studio.akureyri@gmail.com
bottom of page