Gestavinnustofa fyrir listamenn í New York
![508A4884.JPG](https://static.wixstatic.com/media/b4dc0c_cf4cc0d6713d4fe3926e2eeb7e481243~mv2.jpg/v1/fill/w_547,h_410,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/508A4884_JPG.jpg)
fimmtudagur, 26. október 2023
Gestavinnustofa fyrir listamenn í New York
SÍM auglýsir tækifæri fyrir félagsmenn á tveggja vikna dvöl í gestavinnustofu í Brooklyn, New York.
Um vinnustofuna:
Skammtímaleiga til listamanna þar á meðal vinnustofa og gallerírými. Aðgengi að auka borðum, tækjum og tólum. Hámarksdvöl er 14 dagar. Verð miðast við $150 fyrir nóttina. Tímabil: janúar/febrúar/mars eða júní/júlí/ágúst.
Hagnýtar upplýsingar:
- Staðsetning: 292 Manhattan Ave, Brooklyn, NY 11211
- Samtals 850 sq/ft
- Gallerí/stúdíórými að framan 300sq/ft
- Prentvélarsvæði 200 sq/ft
- Auðvelt aðgengi að götuhæð og bílastæði
- Ein húsaröð frá L Train Graham Ave stoppistöðinni, frábær þægindi og matur!
- Ein húsaröð frá Artist and Craftsman Art supplies
- Frábær loftkæling, mjög þægileg á sumrin
Innifalið:
Gisting (eitt tvíbreitt rúm er í íbúðinni)
Aðgangur að stúdíó
Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við RJ Short Term Williamsburg Rental á janis@russelljanis.com