Gerðarverðlaunin 2024
miðvikudagur, 11. desember 2024
Gerðarverðlaunin 2024
Verið hjartanlega velkomin á afhendingu Gerðarverðlaunanna 2024, laugardaginn 14. desember kl. 16:00 í Gerðarsafni. Elísabet B. Sveinsdóttir formaður Lista- og menningarráðs veitir verðlaunin.
Gerðarverðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt listamanni fyrir ríkulegt framlag til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi. Gerðarverðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn en fyrri handhafar þeirra eru Rósa Gísladóttir, Þór Vigfússon, Finnbogi Pétursson og Ragna Róbertsdóttir.
Kristófer Rodriguez Svönuson og hljómsveit flytja tónlist í tilefni dagsins. Léttar veitingar verða í boði.
Gerðarverðlaunin eru veitt með stuðningi frá Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Welcome to the Gerður Art Prize 2024, Saturday 14th December at 4 p.m. in Gerðarsafn. Elísabet B. Sveinsdóttir chairman of the Arts and Culture Council of Kópavogur will award the prize.
The Gerður Art Prize is in honor of the sculptor Gerði Helgadóttir and is awarded to an artist for their rich contribution to sculpture and spatial art in Iceland. The prize is now being awarded for the fourth time, but its previous holders are Rósa Gísladóttir, Þór Vigfússon, Finnbogi Pétursson and Ragna Róbertsdóttir.
Kristófer Rodriguez Svönuson with his band will perform music on the occasion of the day. Light refreshments will be available.
The prize is awarded with the support of the Arts and Culture Council of Kópavogur.