Gerðarsafn auglýsir opið kall - Evrópskt samstarfsverkefni um útilistaverk
fimmtudagur, 9. febrúar 2023
Gerðarsafn auglýsir opið kall - Evrópskt samstarfsverkefni um útilistaverk
Við óskum eftir umsóknum frá lista- og fræðafólki undir 36 ára til að taka þàtt í evrópsku samstarfsverkefni þar sem samband myndlistar, náttúru og sjálfbærni verður kannað. Verkefninu er ætlað að skapa samstarfsvettvang fyrir ungt lista- og fræðafólk.
Átta aðilar verða valdir til að fara til Prag í apríl í hugmyndavinnu um gerð tímabundins útiverks eða inngrips í Kópavogi, Feneyjum og Ústí nad Orlicí í Tékklandi. Í kjölfarið verða þrjú teymi valin til að vinna að gerð útiverkanna.
Verkefnið er leitt af Sculpture Line í Tékklandi, sem er listahátíð með útilistaverkum víðsvegar um Evrópu. Gerðarsafn og https://www.facebook.com/natkopis?__cft__%5B0%5D=AZVzww-D-BOhZ98NK_0boBzZ_oDVj8OoA3lZczIyBoxQEd3C0fQqosj6pAkt60ahKJuAVS90JI01xw3kWsTVNVcxQzT-pkEZmfcnipcbnSxnRMEx9Wkc7zjcAVSpKf1u0frOfT-RCCDqHkLuGl8-ZlZBoKQtv7HKIX-hlPDYOrtDkKNxyU15jFtogZa_AdDGqfk__tn__=-%5DK-R taka þátt í verkefninu ásamt AreaCreative42 í Feneyjum og Jan Komiarek Gallery í Slóvakíu.
Umsóknarfrestur er 17. febrúar 2023.
Umsóknarform og frekari upplýsingar má finna á síðu verkefnisins: www.reuseproject.eu
Mynd: JIŘÍ DAVID, Sculpture Line, Prag, 2021.