top of page

Gerðarsafn: Vetrarfrí grunnskólanna

508A4884.JPG

fimmtudagur, 17. febrúar 2022

Gerðarsafn: Vetrarfrí grunnskólanna

17. - 20. febrúar 2022

Verið velkomin í Gerðarsafn í vetrarfríinu!
Aðgangur verður ókeypis þessa daga fyrir alla fullorðna í fylgd barna.
Bláu kubbarnir eru á sínum stað í Stúdíó Gerðar þar sem hægt er að skapa og skemmta sér og opið er á Reykjavík Roasters þar sem hægt er að fá ljúffengar krásir.
Safnið og Reykjavik Roasters eru opin alla daga 10-17.

Gerðarsafn býður upp á tvo spennandi viðburði fyrir börn og fjölskyldur í vetrarfríi grunnskólanna sem frítt er á.

Fimmtudagur 17. febrúar kl. 12-14
Fjölskylduleiðsögn og teiknismiðja með Hlökk og Silju

Hlökk Þrastardóttir og Silja Jónsdóttir leiða börn og fjölskyldur um sýningar Elínar Hansdóttur & Úlfs Hanssonar og Santiago Mostyn í Gerðarsafni og bjóða upp á teiknismiðju að henni lokinni.

Laugardagur 19. febrúar kl. 13-15
Sólarprent með Hjördísi Höllu

Hjördís Halla Eyþórsdóttir ljósmyndari leiðir smiðju í sólarprenti fyrir börn og fjölskyldur.
Sólarprent er elsta og einfaldasta ljósmyndaaðferðin þar sem sólarljósið (eða útfjólublátt ljós) framkallar myndina.
Ljósnæmur vökvi er málaður á myndflöt svo sem pappír eða bómull sem svo er þurrkaður. Þurrkaðar jurtir, úrklippur, pappír og fleira eru síðan lagðir ofan á myndflötinn og móta myndverkið. Þá er myndverkið lýst með UV ljósi. Ljósmyndin er svo framkölluð með köldu vatni og sett í þurrk.

Smiðjan er haldin í tengslum við sýningar Santiago Mostyn, Elínar Hansdóttur&Úlfs Hanssonar í Gerðarsafni en sýningarnar eru hluti af Ljósmyndahátíð Íslands.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page