Gerðarsafn: Skúlptúr/Skúlptúr - Opið kall
þriðjudagur, 28. júní 2022
Gerðarsafn: Skúlptúr/Skúlptúr - Opið kall
SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR | Opið kall
Gerðarsafn kallar eftir umsóknum myndlistarmanna til þátttöku í samsýningunni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR haustið 2023.
SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er sýningaröð sem haldin verður í fimmta sinn í Gerðarsafni en sett verður upp samsýning á verkum samtímalistamanna 30. september - 30. desember 2023.
Sýningunni er ætlað að draga fram skúlptúrinn í samtímanum, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Gerðarsafn býður listamönnum að leggja fram hugleiðingar um skúlptúrinn þar sem hver og einn gengur til samtals við miðilinn á eigin forsendum. Listamenn eru hvattir til að huga að víðri skilgreiningu hugtaksins og ólíkum birtingarmyndum skúlptúrs í samtímalist. Við valið verður bæði litið til hefðbundinna þrívíðra verka og verka sem teygja hugtakið og miðilinn með notkun tvívíðra verka, innsetninga, gjörninga, vídeó- og/eða hljóðverka.
Sýningaröðinni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er ætlað að heiðra Gerði Helgadóttur (1928-1975) myndhöggvara og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar um leið og dregnar eru saman tengingar við íslenska sýningarsögu og hreyfingar í samtímaskúlptúr.Titillinn vísar til sýningarinnar Skúlptúr / skúlptúr / skúlptúr sem haldin var á Kjarvalsstöðum árið 1994 en hún opnaði sama ár og Gerðarsafn var opnað fyrir gestum. Þar sýndu á þriðja tug listamanna verk sín en sýningunni var ætlað að gefa yfirlit yfir höggmyndalist þess tíma.
Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 15. ágúst 2022.
Umsóknir skulu innihalda eftirfarandi gögn og berast sem eitt PDF skjal, ekki stærra en 10 MB:
• Ferilskrá með upplýsingum um menntun og fyrri sýningar. Hámark 400 orð.
• Texti um listamanninn og hugðarefni í samhengi sýningarinnar. Hámark 400 orð.
• Myndamappa með upplýsingum um fyrri verk og/eða drög að verkum. Hámark 10 síður.
Ekki er sérstaklega leitað eftir tillögum að nýjum verkum heldur kynningu á fyrri verkum og ferli listamanns.
Sendist til: gerdarsafn@kopavogur.is merkt „Skúlptúr2023“ í efnislýsingu tölvupósts. Allar skrár og skjöl skulu vera sem hjálagt PDF-skjal í tölvupósti. Ekki verður tekið við útprentuðum umsóknum. Fyrirspurnir sendist á sama netfang.
Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 15. ágúst 2022.
________________________________________________________________________________________________________
SCULPTURE/SCULPTURE | Open call
The SCULPTURE / SCULPTURE series seeks to honor sculptor Gerður Helgadóttir (1928-1975, after whom the museum is named, and her contribution to Icelandic art as well as to give insight into the medium in contemporary times. The title of the exhibition series refers to the exhibition Sculpture/sculpture/sculpture, held in 1994 at Kjarvalsstaðir (now Reykjavík Art Museum) with works by 27 Icelandic sculptors. The exhibition opened the same year as Gerðarsafn opened its doors to visitors.
The application deadline is at midnight Monday, August 15th 2022.
Applications and all related material should be admitted as one PDF document, no larger than 10 MB.
• CV - including education and previous exhibitions. 400 words max.
• Artist´s statement and relevance to the exhibition subject matter. 400 words max.
• Portfolio with information on existing work and/or work in progress. 10 pages max.
Applications do not need to include proposals for new artwork but rather an introduction on the artist´s works and general practice.
Please send applications by email to gerdarsafn@kopavogur.is, titled “Sculpture2023” in subject. All files and documents should be attached as a PDF document. The application deadline is at midnight Monday, August 15th 2022.