Gengið í gegnum sorgina - Vala Rut Sjafnardóttir Friðjónsdóttir

fimmtudagur, 22. maí 2025
Gengið í gegnum sorgina - Vala Rut Sjafnardóttir Friðjónsdóttir
Í kjölfari þess að sonur minn lést úr krabbameini á síðasta ári höfum við fjölskyldan verið að ganga í gegnum mikla sorg.
Til þess að takast á við sorgina fórum við að fara í gönguferðir með vinafjölskyldu okkar. Við kölluðum gönguhópinn „Við höldum bara áfram“ sem vísun í það sem sonur minn sagði við okkur eftir að kom í ljós að hann væri kominn með ólæknandi krabbamein.
Þessir göngutúrar voru og eru okkur stoð og stytta á gríðarlega erfiðum tímum. Í þessum göngutúrum hóf ég að taka ljósmyndir, náttúrumyndir, af einhverju sem fönguðu augað. Þessar myndir, eða augnablik, sem ég fangaði, minnti mig aftur á fegurðina sem þó enn er að finna í litlu hlutunum og litlu augnablikum, þrátt fyrir þessa miklu sorg sem við erum að ganga í gegnum.
Sýninguna kalla ég „gengið í gegnum sorgina“ og vísir þar með bæði í að við erum að ganga í gegnum sorgina, og erum að nota göngutúra til þess að styðja okkur í því.
Þegar ég fór að velja nöfn á myndirnar var ég með í huga að það væri eitthvað sem lýsti ástinni og sorginni.
Sýningargestir geta því sett orðin: Sorgin er ... , Ástin er... , fyrir framan nöfnin á myndunum til að undirstrika merkinguna. Ástin og sorgin eru óaðskiljanleg. Þú syrgir aðeins ef þú hefur elskað.
Sýningin opnar þriðjudaginn 20. maí kl. 18.00 og stendur til sunnudagsins 25. maí. Allur ágóði af myndum rennur til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna SKB.
Sýningaropnun verður þriðjudaginn 20. maí frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!
Aðrir opnunartímar:
Fimmtudagur 22. maí 14:00 - 1700
Föstudagur 23. maí 14:00 - 17:00
Laugardagur 24. maí 12:00 - 16:00
Sunnudagur 25. maí 14:00 - 17:00
Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.
English
Since my son died from cancer last year our family has been going through so much grief.
As a way of dealing with this grief we started going on hikes with our friends. We called our walking group: “We just continue” as a reference to what my son said when he was told that he had incurable cancer.
These walks have been, and still are, our anchor during an incredibly difficult time. At these walks I started taking photos, nature photos, of things that captured the eye. These photos, or moments, that I captured reminded me again of the beauty that still exists in the little things and the little moments, despite this great grief that we are going through.
I call the exhibition “Going through grief”, and it refers both to the fact that we are going through grief, but it also refers to the fact that we are using these walks to deal with our grief.
When I chose the names of the photos I had in mind that it was something that described love and grieve. Exhibition guests can therefore put the words: Grieve is... , Love is... , in front of the names of the photos to emphasise the meaning. Love and grief are inseparable. You only grieve if you have loved.
The exception opens on Tuesday 20th of May at 18.00 and will be open until Sunday 25th of May. All the profits of photos sold will go directly to the Society of children with cancer in Iceland, or SKB.
Exhibition opening is May 20th from 18:00-20:00 and all are welcome!
Other opening hours:
Thursday May 22nd 14:00-17:00
Friday May 23rd 14:00-17:00
Saturday May 24th 12:00 - 16:00
Sunday May 25th 14:00 - 17:00
The event is sponsored by the Culture and Tourism Committee of Hafnarfjordur.