top of page

Geirfuglinn í Skerjafirði

508A4884.JPG

miðvikudagur, 5. júlí 2023

Geirfuglinn í Skerjafirði

Geirfugl eftir Ólöfu Nordal er aftur kominn á sinn stall eftir að hafa fallið niður við högg í mikilli ísingu í vetur.

Á bak við höggmyndina Geirfugl býr margþætt merking sem sýnir skoðun Ólafar á þjóðarvitund Íslendinga og þjóðararfleiðinni.
Verkið er staðsett í fjöru fyrir neðan Skeljatanga í Skerjafirði og er eftirlíking hins útdauða geirfugls. Verkið stendur á hnullungi úti fyrir fjörunni og vísar til Eldeyjar, þar sem síðustu tveir geirfuglarnir á Íslandi eru taldir hafa verið drepnir fyrir erlendan safnara sem bauð háar upphæðir árið 1844. Gerfuglinn er steyptur úr áli, þeim málmi sem Íslendingar hafa fórnað miklum náttúruauðlindum til þess að framleiða.

Geirfugl Ólafar var upphaflega settur upp sem hluti af afmælissamsýningunni Strandlengjan sem Myndhöggvarafélag Reykjavíkur stóð fyrir árið 1998.

Það var Guðbjartur Sævarsson sem sá um lagfæringu verksins í samstarfi við safnið og Ólöfu Nordal.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page