top of page

Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar: Eftirlits- og hagsmunaaðilar

508A4884.JPG

fimmtudagur, 19. september 2024

Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar: Eftirlits- og hagsmunaaðilar

Nú stendur yfir sýning Geirþrúðar Finnbogadótur Hjörvar Eftirlits- og hagsmunaaðilar í Gallerí Undirgöng við Hverfisgötu 76. í Reykjavík.

Á sýningunni Eftirlits- og hagsmunaaðilar er veggverk þar sem lógó eftirlitsstofnana og hagsmunasamtaka birtast. Myndmálið er ekki alltaf augljóst en speglar átök milli eftirlitsaðila og hagsmunaaðila í stöðugu flæði. Verkið varpar fram spurningum um jafnvægi og pólitíska gagnvirkni innan samfélagsins, og í því birtast táknmál og lógó stofnana sem móta valdahlutföllin. Þetta er í senn hugleiðing um opinbera fagurfræði og hið pólitíska samspil í síbreytilegu samfélagi.

Sýningin stendur til 5. október.

Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar stundaði nám við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist með BA-gráðu árið 2002 og MA frá Listaháskólanum í Malmö árið 2005.

Geirþrúður var valin til starfsdvalar við Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Hollandi á árunum 2007 til 2008 og Internationales Künstlerhaus Villa Concordia í Bamberg, Þýskalandi 2011 til 2012. Hún hefur sýnt verk sín á fjölda alþjóðlegra sýninga, þar á meðal í Museum La Tertulia Kolumbíu, W139 og Kunstverein Amsterdam Hollandi, Overgaden í Danmörku, Kunstverein Ingolstadt og After the Butcher Þýskalandi og Kunstverein Milano á Ítalíu.

Nýleg sýningarverkefni hennar á Íslandi eru meðal annars þátttaka í útilistaverkasýningunni „Hjólið V,“ á vegum Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, þar sem hún sýndi verkið „Minnismerki um gengisfellingar á níunda áratugnum” árið 2022, „Skúlptúr/skúlptúr“ í Gerðarsafni árið 2023, og einkasýningin„Index“ í Ásmundarsal. Fyrir þá sýningu var hún tilnefnd til íslensku myndlistarverðlaunanna af Myndlistarmiðstöði sem myndlistarmaður ársins 2024.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page