top of page

Game-far í Brúnir Horse

508A4884.JPG

fimmtudagur, 6. apríl 2023

Game-far í Brúnir Horse

Laugardaginn 8. apríl kl. 15, opnar Aðalsteinn Þórsson sýningu á myndlistarverkum sínum í Brúnir Horse Gallery að Brúnum í Eyjafjarðarsveit. Sýninguna nefnir hann Game-far í Brúnir-horse.

Verkin eru öll tvívíð unnin með olíulit, akríl eða pastel á pappír, hardbord eða dúk og eru í ólíkum stærðum. Þannig er stærsta verkið yfir þrír metrar á lengd en það minnsta u.þ.b. þrír desimetrar. Flest eru verkin frá ´22 og ´23, en nokkur eru eldri, það elsta frá 2006.

„Það er meiningin að þessi verk sýni ákveðna samfellu í sköpun minni. Engu að síður er mikill munur á myndheimi þeirra elstu og þeirra yngri. Þannig komu t.d. óforvarindis flugvélar inn í seríu sem ég var að vinna að í fyrra vor. Þær hafa ekki farið aftur, en eru þetta flugvélar? Ég var frekar illa stemdur þarna í endann á faraldri og stríðið í Úkraínu. Þetta voru ekki per se vélar framfara og fegurðar sem komu á pappírinn. Burt séð frá stríði, hversu jákvæðum augum eigum við að líta þessi farartæki í heimi hnattrænnar hlýninar af völdum alls brunans síðustu öldina og kannski heldur lengur? Við brennum samt áfram sem aldrei fyrr. Því við erum börn leiksins, dýr þægindanna. Ég býð Game-far á dúk. Titilinn vísar til margræðs veruleika verkanna í margræðum veruleika samtímans.“ Segir listamaðurinn.

Aðalsteinn Þórsson f. 1964 á Kristnesi í Eyjafirði. 1989 hóf hann nám í Myndlistaskólanum á Akureyri. Hann lauk MFA námi frá Dutch Artinstitute, ArtEz árið 1998, þá Aki2 í borginni Enchede í Hollandi. Aðalsteinn hefur verið starfandi myndlistamaður síðan. Haldið fjölda sýninga og tekið þátt í samsýningum. Megin verkefni Aðalsteins utan við málverkið er Einkasafnið, umhverfisverkerk sem hann starfrækir í Eyjafjarðarsveit 10 km. sunnan Akureyrar.

Sýningin er opin frá 14 - 17, 9. apríl páskadag og helgina 22. og 23. apríl. Hægt er að hafa samband við listamanninn um leiðsögn um sýninguna á öðrum tímum. Aðgangur er ókeypis.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page