top of page

Gallery Port: Mutes - Steingrímur Gauti

508A4884.JPG

föstudagur, 4. nóvember 2022

Gallery Port: Mutes - Steingrímur Gauti

Steingrímur Gauti - Mutes

Laugardaginn 5. nóvember kl. 16:00 opnar Steingrímur Gauti sýninguna, Mutes, í Gallery Port.

Sýningin stendur yfir til 17. nóvember og er opin alla þriðjudaga til laugardags milli kl. 12 - 17.


Steingrímur Gauti Ingólfsson (f. 1986) býr og starfar í Reykjavík. Hann lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2015. Nýlegar sýningar eru m.a. Mens et Manus í Sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn, Soft Approach í Galerie Marguo í París og Life in a Day í Diller Daniels í Zurich. Verk Steingríms má finna í bæði opinberum- og einkasöfnum í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu.

Steingrímur nálgast málverkið af ákveðnum léttleika og reynir eftir bestu getu að aðskilja sjálfið og fyrirframgefnar hugmyndir frá daglegu sköpunarferli sínu. Ónákvæmni, endurtekning og höfnun gagnrýnnar hugsunar einkenna vinnubrögð hans og útkoman ber þess jafnan merki, þar sem verkin dansa á línu þess ljóðræna og barnslega. Hugmyndin um að reyna ekki að ná einhverju sérstöku fram, heldur að láta viljandi af stjórn og leyfa verkinu að verða til er honum ofarlega í huga. Verkin leika að mestu með grunnspurningar um myndlist og fagurfræði - eru í senn kraftmikil og lítillát en fjalla í raun ekki um annað en sig sjálf og sjónræn áhrif þeirra á áhorfandann.


Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page