top of page

Gallery Port: Jólagestir Gallery Port & Laufabrauð

508A4884.JPG

laugardagur, 3. desember 2022

Gallery Port: Jólagestir Gallery Port & Laufabrauð

Jólagestir Gallery Port & Laufabrauð
Laugardaginn 3. desember, milli kl. 14-20, opna samsýningarnar “Jólagestir Gallery Port” og “Laufabrauð” í húsnæði Gallery Port á Laugavegi 32.


Þetta eru sjöundu jólin sem Gallery Port stendur fyrir samsýningu listafólks með þessu sniði, en þar gefst gestum tækifæri til að festa kaup á verkum eftir nokkra af fremstu listamönnum landsins og taka þau samdægurs með sér heim. Þannig geta verkin ratað tímanlega í jólapakka og ný verk tekið þeirra stað á veggjum gallerísins. Munu sýningarnar því þróast dag frá degi eftir því sem líður á aðventuna.

Að þessu sinni bætist við önnur smærri samsýning, Laufabrauð, í innra rými Portsins. Þar sýningarstýrir myndlistarmaðurinn Joe Keys grasrótinni í íslenskri myndlist og teflir fram íslenskum og erlendum listamönnum sem margir eru að stíga sín fyrstu spor í sýningarhaldi.

Samsuða þessara fjölbreyttu listaverka eftir hátt í 80 ólíka listamenn er orðin að árlegri hefð, hún eflir og bætir hátíðarskapið, er uppskera og lokahóf menningarársins alls.

Opnunin stendur milli kl. 14-20 en sýningin sjálf til og með 7. janúar.
Almennur opnunartími fyrst um sinn verður milli kl. 12-17 og verður lengri opnunartími kynntur þegar nær líður jólum.







Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page