top of page

Gallery Port: Andrá línunnar - Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir

508A4884.JPG

miðvikudagur, 29. júní 2022

Gallery Port: Andrá línunnar - Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir

Andrá línunar / Breathing lines

Laugardaginn 2. júlí n.k., kl.17:00 opnar Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir sýninguna “Andrá línunnar / Breathing lines” í Gallery Port. Sýningin stendur til 16. júlí og er opið í Gallerý Port frá þriðjudögum til laugardags frá 12:00-17:00.
Sýningin inniheldur u.þ.b. 20 málverk sem Anna Álfheiður hefur unnið á þessu ári, 2022. Verkin samanstanda af þrívíddar seríu sem hún hefur verið að vinna með síðastliðin tvö ár ásamt nýjum afbrigðum seríunar. Málverkin eru unnin í þrívíð form, með akrýl á striga annars vegar og skornum striga hins vegar þar sem lögð er áhersla á að einstök smáatriði fái að njóta sín í gegnum upplifun áhorfandans.
Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir (f.1977) útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og M.A. gráðu í listkennslu frá sama skóla árið 2020. Síðastliðin ár hefur Anna verið að vinna með óhlutbundin þrívíð form málverksins í anda strangflatalistar sem hún nálgast á ljóðrænan hátt.
Viðfangsefni verka Önnu er að leitast við að skapa samtal milli áhorfandans og verksins í gegnum skynjun hans og upplifun á margþættum myndfletinum þar sem litanotkun, formgerð og endurtekning spila stór hlutverk í samspili við staðsetningar, tíma og rúm.
Gallery Port er styrkt af Reykjavíkurborg.
Í síendurteknu ferðalagi línanna á taflborði strigans myndast streymi, síbreytilegt flæði. Að vera hér og nú, horfa, njóta og upplifa þrívíddar augnablik hins breytilega og óskilgreinda heims endurtekningarinnar. Eins og strangflata foss lita forma og vídda, horfa á andrá ferilsins breytast eins og gárur í hálf frosnu vatni. Á milli línanna er svo birtingarmynd hins geometriska landslags kunnugleikans í hvaða formi sem hún svo birtist og hvert hún á endanum leiðir þig. Njóttu ferðarinnar.

/ / /

Andrá línunnar / Breathing lines
On july 2nd at 17.00 pm there is an opening of Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir ́s exhibition “Andrá línunnar / Breathing lines” at Gallery Port. The exhibition runs until July 16th. Opening hours are from Tuesdays to Saturdays at 12:00-17:00.
The exhibition includes about 20 new works from the artist. The works consist of the three- dimensional series that the artist has been working on for the last two years, along with new variations of the series. The paintings are three dimensional, acrylic on canvas with overlapping cut canvas stripes, where the artist emphasizes on even the smallest details for the viewer's experience.
Anna Álheiður Brynjólfsdóttir (1977) graduated with a B.A. degree in Fine Arts from The Iceland University of the Arts in 2009, and a Masters Degree in Arts Education from the same university in 2020. For the last few years the artist has been working with abstract three-dimensional shapes and forms of the painting, in the geometrical spirit, in which she approaches her subject in a poetic way. The subject of the artist's works is to seek a conversation between the viewer and the works as a whole, through the viewer's perception and experience of the
multifaceted image, where the use of color, morphology and recurrence play a big role in the interaction with the environment, time and space.
On the line's frequent journey on the chessboard's canvas there develops a flow, an ever changing flow. To be here and now, to look, enjoy and experience a three- dimensional moment of the undefined world of the recurrent. Like a geometric waterfall of colors, shapes and dimensions, viewing the breathing lines changing like ripples on a half frozen lake. Between the lines the manifestation of the familiar geometric landscape appears in whatever shape or form, and wherever it takes you. Enjoy the journey.
Gallery Port is sponsored by Reykjavík city.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page