Gallery Göng: Himintugl - Guðlaug Friðriksdóttir
miðvikudagur, 2. mars 2022
Gallery Göng: Himintugl - Guðlaug Friðriksdóttir
Verið hjartanlega velkomin á opnun í Gallerí Göngum laugardaginn 5. mars kl 14-17
Guðlaug Friðriksdóttir sýnir málverk sem hún hefur unnið síðustu ár.
GUÐLAUG FRIÐRIKSDÓTTIR (f. 1947) lærði bókband í Iðnskólanum í Reykjavík. Hún hefur lagt stund á myndlist og hönnun við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlistarskóla Kópavogs og sótt fjölda námskeiða, m.a. á Ítalíu, Slóveníu og í Danmörku, auk masterclass-námskeiða hjá Bjarna Sigurbjörnssyni og úkraníska listamanninum Serhiy Savchenko. Guðlaug hefur haldið á annan tug einkasýninga, bæði hér á landi og erlendis. Hún er félagi í SIM og stofnfélagi í ART 11 og Anarkíu sem síðar breyttist í Art Gallerý GÁTT
Þetta er í annað sinn sem hún sýnir í Gallerí Göngum