Gallerí Skilti: Þið öll - Helgi Hjaltalín
fimmtudagur, 22. desember 2022
Gallerí Skilti: Þið öll - Helgi Hjaltalín
Þið öll
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson
21.12. 2022–15.06. 2023
Miðvikudaginn 21. desember 2022 kl: 17.00–19.00, opnar sýning Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar, Þið öll, á Gallerí Skilti, Dugguvogi 43, 104 Reykjavík.
https://www.instagram.com/galleryskilti/
Sólarljósið eyðir öllu.
Tíminn breytir skilningi á orðum og myndum.
Það sem á einum tíma táknar stolt, verður með tímanum að smán og svo kannski að stolti aftur.
Sólarljósið skapar allt.
Helgi Hjaltalín segir eftirfarandi um sköpunarferli verka sinna:
Ég hef til margra ára notað mislestur minn á myndmáli og tungumáli sem opnun og efnivið í verk, því oft er misskilningur eða hugmynd mín um það sem ég sá eða las miklu áhugaverðara en það raunverulega var.
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er fæddur árið 1968. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti og sótti síðan nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1988-91, Kunstakademie Düsseldorf 1991-92, AKI, Academie voor Kunst en Industrie í Enschede í Hollandi 1992-94 og San Francisco Art Institute 1994-95. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi jafnt hér heima sem erlendis síðan á námsárunum. Helgi rak sýningarrýmið 20m2 um hríð og hefur sinnt ýmsum störfum tengdum myndlist svo sem stjórnarsetu í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og Nýlistasafninu, verið í sýningarnefndum og starfað við kennslu.