top of page

Gallerí Kverk: HIC SVNT DRACONES / Hér eru drekar - Eva Ísleifs

508A4884.JPG

föstudagur, 23. september 2022

Gallerí Kverk: HIC SVNT DRACONES / Hér eru drekar - Eva Ísleifs

Verið hjartanlega velkomin á sýninguna HIC SVNT DRACONES / Hér eru drekar í Gallerí Kverk næstkomandi laugardag 24.09.2022 en sýning verður opin frá 12:00 - 16:00. Gallerí Kverk er á Garðastræti 37. 101 RVK. Sýning stendur til 16.10.2022.

HÉR ERU DREKAR / HIC SVNT DRACONES , jú skrifum það, það er gott fyrir eitthvað ókannað er það ekki? Ég get alveg ímyndað mér það að þarna séu drekar, öskrandi, fljúgandi, sveiflandi vængjum, stærri enn allt. Ég held uppá á þetta ókannaða svæði, þarna er allt sem ég á eftir að kynnast, mögulega 1000 hliðar á sömu hlið, 1000 hlið sem ég fer í gegnum og bý til, kontrastar og kastarar. Tel mig upplýsta og með eitthvað plan en algjörlega…..nei þegar ég byrja að rekast á þessar verur. Þær koma oft ekki í fyrstu tilraun, né í annarra, svo kemur þriðja og þá.

Svo hélt ég bara áfram vegna þess að eftir hverja teikningu þá leið mér eins og ég hafði leyst eitthvað. Mögulega eins og draumur, í draumum leysum við hluti, eða leitum af lausnum í heilanum á okkur, sem æxlast yfir daginn, bernskubrek og önnur mál. Örin er vísirinn, leiðarvísirinn, Artemis hjálpaði, og Brigid. Já örin er frá öðrum heimi, eða kannski ekki. Það fer bara eftir því hvernig við skynjum þennan, hann hefur allt að geyma. Örin er táknið sem vísar áfram, hún er eiginlega á ferð þó svo hún standi kyrr. Með henni ertu annað hvort valin eða elt. Með henni miðar þú eða hleypir af.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page