Gallerí Grótta á Eiðistorgi: leiðsögn listamanns og lokun sýningar

fimmtudagur, 6. nóvember 2025
Gallerí Grótta á Eiðistorgi: leiðsögn listamanns og lokun sýningar
Gallerí Grótta á Eiðistorgi: leiðsögn listamanns og lokun sýningar
Sýningunni LJÓS [mynd] LIST lýkur 8. nóvember klukkan 14.
Það er Menningarhátíð á Seltjarnarnesi þennan dag og í tilefni af því verður boðið upp á leiðösgn listamanns Huldu Rósar Guðnadóttur klukkan 13:00 á síðasta klukkutímanum sem sýningin er opin almenningi.
Verið hjartanlega velkomin! Aðgangur er ókeypis.
Hulda Rós Guðnadóttir fagnar með sýningunni tuttugu ára starfsamæli með því að sýna tvær ljósmyndaraðir sem aldrei hafa verið sýndar áður á Íslandi. Staðarvalið í sýningarsal Bókasafns Seltjarnarness er ekki tilviljun: bókasafnið og umhverfi þess eru djúpt samofin æskuárum listamannsins á Seltjarnarnesi, þar sem hún ólst upp við sjóinn og sökkti sér ofan í bækur. Sýningin hefst á vettvangi þar sem persónulegar rætur og listræn rannsókn mætast.
Úr fjögurra stjörnu myndlistardómi Maríu Margrétar Jóhannesdóttur listfræðings á Morgunblaðinu:
Sýningin er látlaus og laus við tilgerð. Þó að hún láti lítið yfir sér er ákveðin fegurð falin í einfaldleikanum. Sé kafað dýpra má finna fjölmarga þræði sem leiða mann á nýjar slóðir og ljóst er að þar á bak við liggja risastórar hugmyndir og þrotlaus vinna listamannsins. Nálgun Huldu Rósar á sjávarútveginn er óvænt, skemmtileg og hlaðin merkingu. Listrannsóknir hennar eru með því áhugaverðasta sem á sér stað í íslenskri samtímalist — svo ekki sé minnst á hversu hressandi það er að kona beini sjónum sínum að „karllegum“ iðnaði með þessum hætti. Hulda Rós er töffari.


