top of page

Gallerí Grótta: Móðurást - Hulda Vilhjálmsdóttir og Jón Magnússon

508A4884.JPG

föstudagur, 9. desember 2022

Gallerí Grótta: Móðurást - Hulda Vilhjálmsdóttir og Jón Magnússon

Móðurást, málverkasýning Huldu Vilhjálmsdóttur og Jóns Magnússonar Gallerí Gróttu fimmtudaginn 15. desember kl. 17:00. Sýningin stendur til 14. janúar 2023.

Móðurástin er ein af höfuðskepnunum: Alltumlykjandi eins og loft, heit eins og eldur, óbifandi eins og jörðin, ótæmandi eins og hafið. Samt er erfitt að festa fingur á henni, ómögulegt að skilgreina hana nema kannski í ljóði og makalaust erfitt að tjá hana í mynd. Ást móður á barni sínu og barnsins á móður sinni getur þó brugðið til beggja vona. Þótt lögmál kynslóðanna sýni að flest munum við lifa móður okkar er missirinn sárari en nokkuð annað. Jón og Hulda víla ekkert fyrir sér, enda þarf þykka skel til að helga sig málverki á okkar póst-póstmódernísku tímum. Til að mála móðurást þarf ekki annað en að mála móður og barn. Merkinguna skaffar svo áhorfandinn og þarf þá ekki að leita lengra en í eigið brjóst.

Hulda útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA gráðu í málun árið 2000. Árið 2018 var hún tilnefnd til Íslensku Myndlistarverðlaunanna fyrir einkasýninguna Valbrá í Kling og Bang. 2020 hlaut Hulda Tilberann, myndlistarverðlaun fyrir störf hennar í myndlist síðastliðna tvo áratugi.

Jón stundaði nám við Parsons School of Design í París. Þar lauk hann prófi með BFA gráðu í málun 1992. Árið 2016 ákvað hann að snúa lífi sínu alfarið að myndlist og hóf nám í samtímamálverki við Myndlistarskólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist 2018.

Þau hafa bæði sýnt á fjölda einkasýninga og samsýninga, heima og erlendis.


https://jonmagnusson.is https
//www.instagram.com/jon_magnusson_artist/
https://www.huldavil.com https
//www.instagram.com/huldavil

Sýning Jóns og Huldu í Gallerí Gróttu stendur yfir frá 15. des. 2022 – 14. jan. 2023
Hún er opin alla virka daga kl. 10-18:30, föstudaga 10-17, laugardaga kl. 11-16 og sunnudaga 12-16.
ATH! Gengið er inn frá Eiðistorgi á laugardögum e. kl. 14 og á sunnudögum).

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page