Gallerí Grótta: Ljósbrot - Ásdís Kalman
föstudagur, 26. nóvember 2021
Gallerí Grótta: Ljósbrot - Ásdís Kalman
Ásdís Kalman myndlistarmaður opnar sýningu sína LJÓSBROT í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 2. desember kl. 17:00
Ljósbrot.
Ásdís Kalman útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2004 og lauk mastersnámi 2017. Hún hafði áður lagt stund á myndlistarnám í Frakklandi og Myndlistaskólanum í Reykjavík. Ásdís er kennari að mennt og hefur kennt myndlist í grunnskólum til fjölda ára og tekið þátt í listsköpun í samvinnu við Rauða krossinn. Verk nemenda Ásdísar hafa verið sýnd í Þjóðminjasafni Íslands á Barnamenningarhátíð í gegnum árin.
Ásdís hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis.
Sýningin Ljósbrot byggist á málverkum sem hafa verið unnin á árunum 2019 -2021. Verkin eru viðleitni í leit að ljósi, upplifun og minningu. Þau verða til í athöfninni við að mála eftir innsæi. Verkin eiga það sameiginlegt að vera abstrakt og eru máluð með olíu á striga.
Sýningin stendur til 8. janúar 2022.