Gallerí Grótta: Fjölbreytileiki - Ninný
föstudagur, 30. september 2022
Gallerí Grótta: Fjölbreytileiki - Ninný
FJÖLBREYTILEIKI í Gallerí Gróttu 4. – 16. október 2022
Ninný - Jónína Magnúsdóttir er útskrifuð frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, nú Listaháskóla Íslands. Ninný hefur að auki sótt sér menntun hjá virtum listamönnum á Íslandi, Ítalíu, Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð.
Ninný sat í stjórn Norræna vatnslitafélagsins í 5 ár sem fulltrúi Íslands og hefur einnig tekið að sér ýmis verkefni í þágu myndlistar. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis. Ninný er með vinnustofu á 2.hæð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi, en hún keypti húsnæðið fyrir rúmu ári síðan.
Ninný hefur gaman af fjölbreytni í verkum sínum og vinnur í ýmsa miðla, olíu, vatnsliti og blandaða tækni. Í verkunum finnst henni skipta máli litaflæðið, ljósið og andstæðurnar. Hún málar bæði fígúratív málverk og abstrakt og finnst gott að breyta um mótív. Náttúran hefur sterk áhrif á hana og stundum segja verkin einhverja sögu og sýna oft nánd við eina eða fleiri manneskjur. Ninný er ekki bundin af litavali, heldur teflir saman litum eins og tilfinningin segir henni. Í abstraktverkunum leikur hún sér að andstæðum, raðar saman formum og litum og vísar oft í náttúru og gróður.
Verk Ninnýjar má sjá á eftirfarandi síðum:
www.ninny.is
facebook.com/ninnyartist
instagram.com/ninnyartist