top of page

Gallerí Grótta: BROT - Sigrún Ólöf Einarsdóttir - Sýning framlengd til 1. október

508A4884.JPG

fimmtudagur, 25. ágúst 2022

Gallerí Grótta: BROT - Sigrún Ólöf Einarsdóttir - Sýning framlengd til 1. október

BROT Í Gallerí Gróttu 25. ágúst – 1.október.

Sigrún Ólöf Einarsdóttur glerlistakona opnar sýningu sína BROT í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 25. ágúst n.k. Sýningin er hugsuð sem óður til náttúrunnar.
Í 40 ár hefur glerið verið félagi Sigrúnar, meistari og þjónn sem hún nýtir til þess að minna á óravíddir andstæðnanna í náttúrunni.
Sigrún er fædd í Reykjavík árið 1952. Hún stundaði nám í grafík, keramik og glerlist og lauk námi frá glerdeild School of Applied Arts Kaupmannahöfn 1979. Að auki hefur hún sótt námskeið hjá Colin Reid, UK og Haystack Mountain School of Crafts, Maine USA.
Sigrún er ein af fremstu glerlistamönnum Íslands og hefur rekið glervinnustofuna Gler í Bergvík á Kjalarnesi frá árinu 1982. Hún hefur hannað og blásið nytja- og listmuni en einnig unnið með aðrar aðferðir við frjálsa myndsköpun. Hún hefur m.a. unnið myndverk í samvinnu við Ólöfu Einarsdóttur textíllistamann.
Sigrún hefur unnið til styrkja og verðalauna fyrir list sína og á verk á ýmsum söfnum s.s. Toyama Glass Art Museum og Danish Museum of Art and Design, en einnig í eigu Margrétar Þórhildar Danadrottningar og Eltons John tónlistarmanns m.m.

Sigrún var sæmd íslensku fálkaorðunni árið 2013.

Sýningin BROT er í tilefni 40 ára afmælis Glers í Bergvík og um leið starfsafmælis Sigrúnar.
Hún er hugsuð sem óður til náttúrunnar.
Sýningu lýkur 1. október.


www.gleribergvik.is
fb/gleribergvik
IG/gleribergvik

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page