top of page

Gallerí Grásteinn: Blæbrigði - Ólöf Rún Benediktsdóttir, Unnur G. Óttarsdóttir og Rán Jónsdóttir

508A4884.JPG

föstudagur, 9. desember 2022

Gallerí Grásteinn: Blæbrigði - Ólöf Rún Benediktsdóttir, Unnur G. Óttarsdóttir og Rán Jónsdóttir


„Blæbrigði“ er samsýning myndlistarmannanna Ólafar Rúnar Benediktsdóttur, Unnar G. Óttarsdóttur og Ránar Jónsdóttur. Stendur sýningin yfir til 11. desember í Gallery Grásteini Skólavörðustíg 4, Reykjavík. Opnunartímar eru mánudagar til sunnudags kl. 10.00-18.00. Öll hjartanlega velkomin.

Alltumkring eru blæbrigði, litir sem krydda tilveruna með gulum og bláum og grænbláum og blágrænum, sæbláum, pastelgrænum og svo framvegis og svo framvegis. Blæbrigði umhverfisins ryðjast inn um skilningarvitin, norðurljós á himni plokka græna strengi, sólarlag slær á eldrauða, appelsínugula, bleika og fölbláa lykla sem víbra innra með okkur og við samómum með umhverfinu. Eins og tónar í tónverki hljóma litatónar misvel saman og vekja mismunandi líðan innra með okkur.

Á sýningunni Blæbrigði kanna listamennirnir Ólöf, Unnur og Rán hin ýmsu blæbrigði lita og hljóðs. Þær hafa unnið saman og haldið myndlistarsýningar, síðan þær luku allar námi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands, sem listatvíeykin Yottazetta annars vegar og Bergmann Skagfjörð hins vegar.


Ólöf Benediktsdóttir er myndlistamaður, skáld og plötusnúður fædd og uppalin á Kirkjubæjarklaustri en býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2013. Frá útskrift hefur Ólöf komið víða við, meðal annars hefur hún sinnt sviðshönnun og listrænni stjórnun fyrir tónlistarhátíðina Norðanpaunk, gert tónlist og gefið út með hljómsveitinni Svartþoka, auk þess sem hún hefur sett upp fjölda sýninga, bæði einkasýningar og samsýninga.
Ólöf Benediktsdóttir is a multidisciplinary artist, poet and DJ based in Reykjavík. She graduated form the fine arts department of The Icelandic art academy in 2013. Since graduation Ólöf has tried her hand at many varied projects, such as stage design and artistic direction music festival, organising events, set up both solo and collective exhibitions, and created music with the band Svartþoka.
www.olofbenedikts.com

Rán Jónsdóttir er með MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og MSc gráðu í rafmagnsverkfræði og starfar sem verkfræðingur og myndlistarmaður í Reykjavík. Rán gerir létta skúlptúra, hreyfi- og ljósverk gjarna með vísanir í náttúruvísindi og einnig málverk þar sem hún gerir tilraunir með efni, aðferðir og stílbrigði endurreisnartímans. Rán hefur tekið þátt í Landart-verkefnum í Skaftárhreppi og myndlistarsýningum í Reykjavík ásamt Ólöfu og Unni.
Rán Jónsdóttir has an MA degree in fine arts from the Icelandic Art Academy and a MSc degree in electronic engineering and works as an engineer and artist in Reykjavík. Rán makes light and kinetic sculptures with references to natural sciences, and paintings where she experiments with materials, methods and styles of the renaissance. Rán has participated in Landart-projects in Skaftárhreppur and art exhibitions in Reykjavík along with Ólöf and Unnur.

Unnur Óttarsdóttir Unnur er starfandi myndlistarmaður, skartgripahönnuður og listmeðferðarfræðingur (PhD). Fjalla mörg verk hennar um náttúruna í víðum skilningi. Í listaverkum sínum vinnur Unnur með margvíslega miðla, svo sem málverk, prent, spegla, innsetningar, gjörninga og þátttöku áhorfenda. Listaverk Unnar hafa verið sýnd á hóp- og einkasýningum, m.a. í Listasafninu á Akureyri, Listasafninu á Ísafirði, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Færeyja, Edsvik Kunstall í Stokkhólmi og Lorgo das Artes í Brasilíu.
Unnur Óttarsdóttir is an artist, jewelry designer and art therapist (PhD). Many of her works deal with nature in a broad sense. In her artwork, Unnur has worked with a variety of mediums, such as mirrors, installations, performances, and audience participatory drawing. Her artwork has been exhibited in group and solo shows in a variety of galleries and museums in Iceland and internationally, including: The Museum of Akureyri, The Museum of Isafjordur, Reykjavik Art Museum, The Faroe Islands National Art Museum, Edsvik Kunstall in Stockholm and Lorgo das Artes in Brazil.

www.unnurottarsdottir.art
www.icelandiclava.art

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page