top of page

Gallerí Göng: Sýning Vatnslitafélags Íslands

508A4884.JPG

miðvikudagur, 19. október 2022

Gallerí Göng: Sýning Vatnslitafélags Íslands

Verið hjartanlega velkomin á sýningu Vatnslitafélagsins Íslands í Gallerí Göngum, Háteigskirkju, fimmtudaginn 20. október kl 17-19.

Vatnslitafélag Íslands var stofnað í febrúar 2019. Eins og nafnið gefur til kynna þá er félagið opið öllum sem stunda vatnslitamálun. Félagar eru nú 220 talsins á aldrinum 28 til 96 ára og eru ýmist atvinnumenn eða áhugamenn í listinni. Tilgangur félagsins er að efla stöðu vatnslitamálunar og stuðla að samvinnu félagsmanna á því sviði. Félagið stendur fyrir listviðburðum með fjölbreyttri fræðslu og sýningarhaldi. Í lok maí var auglýst eftir myndum meðal félagsmanna Vatnslitafélags Íslands fyrir samsýningu ársins 2022. Hver félagsmaður mátti senda inn ljósmyndir af 1-3 verkum. Alls bárust 176 myndir frá 63 félagsmönnum sem þýðir að flestir sem sendu inn myndir, sendu þrjú verk. Í dómnefndinni voru þrír listamenn sem hafa unnið með vatnsliti. Dómnefndina skipuðu Louise Harris (Ísland) Sigga Björg Sigurðardóttir (Ísland) Vicente Garcia Fuente (Spánn) Dómnefndin fékk myndirnar sendar án höfundarnafna og þeim var raðað af handahófi. Sýningarnefndin fól þeim að velja 58 verk með þemað að leiðarljósi en líka með það að markmiði að verkin mynduðu góða heild og að þau sýndu vel þá fjölbreytni sem vatnsleysanleg efni á pappír geta kallað fram.
Þetta er fjórða árlega samsýning Vatnslitafélags Íslands.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page