Gallerí Göng: Andartak - Þóra Björk Schram

fimmtudagur, 29. september 2022
Gallerí Göng: Andartak - Þóra Björk Schram
Þóra Björk Schram opnar sýningu sína, Andartak, fimmtudaginn 29. september kl 17-19 í Gallerí Göngum við Háteigskirkju.
Þóra Björk Schram útskrifaðist úr Myndlista- og handíðarskólanum 1992 en var einnig í námi Noregi og Ameríku. Hún hefur alltaf verið undir sterkum áhrifum frá íslenskri náttúru og íslensku veðráttunni í verkum sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem Þóra Björk sýnir í Gallerí Göngum en hún hefur margsinnis sýnt verk sín bæði hér og erlendis.
Um sýningu sína segir Þóra Björk
„Eitt “Andartak” af mínu lífi í myndmáli.
Málverk unnin með gleði á Ítalíu og þakklæti á Íslandi.
Ég hef tæklað mörg verkefni í gegnum árin og nú hófst enn eitt nýtt verkefni í byrjun árs sem ég hef unnið mig í gegnum með minni listsköpun og gleði.
Lífsgleði endurspeglast í málverkunum mínum og með þeim hef ég fundið fyrir krafti, gleði og tilhlökkun að halda áfram að skapa þrátt fyrir hindranir sem orðið hafa á vegi mínum.“
Öll málverkin eru unnin með blandaðri tækni. Akrýl, blek og þurrkrít á striga. Sýningin stendur til 17 október.
Það er opið alla daga til kl. 16 nema föstudaga til kl. 15 og á meðan að kirkjan er opin. Komið er inn skrifstofu megin.
Verið öll hjartanlega velkomin