top of page

Gallerí Fold: Undurfögur óreiða - Unnur Ýrr Helgadóttir

508A4884.JPG

föstudagur, 25. nóvember 2022

Gallerí Fold: Undurfögur óreiða - Unnur Ýrr Helgadóttir


Þér er boðið á opnun sýningarinnar Undurfögur óreiða í Gallerí Fold laugardaginn 26. október kl 14-16
Þar sýnir Unnur Ýrr Helgadóttir ný málverk.
Unnur Ýrr lauk B.A. námi frá Listaháskóla Íslands árið 2005. Unnur er grafískur hönnuður og hefur starfað á auglýsingastofum hér á landi og í Svíþjóð. Hún hefur einnig lokið víðtæku listanámi bæði frá listaskólum erlendis sem og hér heima.
Í málverkum sínum vinnur Unnur aðallega með akrýl liti á striga. „Akrílmálning og mikið vatn. Þar fann ég mína leið.“ segir Unnur Ýrr. Líkt og hjá mörgum íslenskum listamönnum hefur íslenska náttúran sterk áhrif á verk Unnar, orkan og hið einstaka íslenska ljós, en einnig finnur íslensk menningarsaga sér gjarnan leið inn í verk hennar. Djarfar litasamsetningar og sterk frásögn einkenna myndir hennar sem eru oft með súrrealísku ívafi. Við fyrstu sýn getur verkið virst fallegt og sakleysislegt, en undirniðri kraumar dýpri merking, stundum dökkleit en alltaf hrá og heiðarleg og vísar Unnur gjarnan til hennar í titli verksins og beitir þar með dökkum húmor og táknrænum útúrsnúningum til að undirstrika sérstæðan stíl sinn. Fyrst og fremst eru verk hennar þó persónuleg og fjalla um það sem hún er að ganga í gegnum hverju sinni og viðkemur lífi hennar á einhvern hátt.
Sýningin Undirfögur óreiða er fyrsta sýning Unnar Ýrrar eftir að nýtt hlutverk -móðurhlutverkið- bættist við líf hennar og eru verkin hennar persónulega saga í gegnum þetta skeið breytinga í lífinu. Hlutverkið sem flestar mæður eru sammála um að sé allra best, þakklátast og fallegast, en svo alls heiðarleika sé gætt, þá er það jafnframt ógnvekjandi, ruglingslegt, taugatrekkjandi og ekki alltaf dans á rósum. Hvað þýðir það fyrir sjálfið að vera ekki lengur í forgrunni, þar sem litlar mannverur hafa tekið yfir sviðið og krefjast fullkominnar athygli - alltaf. Tilfinningarnar togast á. Alsæla og örvænting, hin skilyrðislausa ást, ósérhlífini og örmögnunin sem svo oft fylgir. En halda samt takti við lífið, finna aftur og endurskapa sjálfið. Á einstakan, gamansaman, kærleiksríkan, stundum eilítið dökkan -en afar hreinskilin hátt dregur Unnur Ýrr upp svipmyndir af móðurhlutverkinu. Svipmyndir sem eiga lítið sameiginlegt með glansmyndum samfélagsmiðlanna en segja sannleikann um móðurhlutverkið í sinni tærustu mynd, hæðir þess og lægðir, allt það frelsi og helsi sem því fylgir. Hina undirfögru óreiðu.

---
"Exploring what it means to re-emerge.
- It's a constant balancing act between selflessness and not losing oneself. Learning to be selfless and finding the self again."
This is Unnur's first exhibition after she took on a new role in life - motherhood.
These new works exhibited now take us on an honest, even humorous journey through the highs and the lows of this period of change. Bliss and despair. The exhilarating love as well as the deep exhaustion
When painting, Unnur works mainly with acrylic on canvas. Almost supernatural colour combinations, surreal twists and strong storytelling are what characterize her paintings. The different disciplines of painting and graphic design interim- and create a world where reality and fantasy blend.
Unnur Ýrr Helgadóttir graduated from the Icelandic Academy of Arts in 2005 and has extensive art education both from Iceland and abroad. She has worked as an Artist, Graphic Designer and Illustrator in both Iceland and Sweden.
Unnur has held numerous exhibitions in Reykjavík and Stockholm. This is her third exhibition in Art Gallery Fold.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page