top of page

Gallerí Fold: DANS LITANNA - Þorsteinn Helgason - Síðasta sýningarhelgi og listamannaspjall

508A4884.JPG

föstudagur, 11. mars 2022

Gallerí Fold: DANS LITANNA - Þorsteinn Helgason - Síðasta sýningarhelgi og listamannaspjall

DANS LITANNA
Sýning ÞORSTEINS HELGASONAR
í Gallerí Fold – febrúar 2022
Síðsta sýningarhelgi og listamannaspjall laugardaginn 12. mars

Þorsteinn hefur í tvo áratugi skapað sér nafn í íslenskri málaralist með litríkum abstrakt verkum sem byggja á líflegum takti, sterkri uppbyggingu og strúktúr. Hann sýnir nú ný verk, sem birta á skemmtilegan hátt þá þróun sem á sér stað í myndstíl Þorsteins. Verkin hafa sterka hrynjandi og litaflæði þar sem formin dansa á striganum, sem er kannski engin tilviljun þar sem Þorsteinn er áhugamaður um jazz, sjálfur tónskáld og píanóleikari. Enda hefur hann löngum kannað samhengið milli þessara listgreina út frá ryþma og litagleði. Þorsteinn er enn í þeim könnunarleiðangri, kannar bjartari og ljósari liti en oft áður, nú með sterkari andstæðum. Listræn þróun Þorsteins heldur áfram í líflegum dansi við litina.

Þorsteinn nam arkitektúr í Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn og myndlist í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands. Þorsteinn er meðeigandi í ASK arkitektum, einni stærstu arkitektastofu landsins, en málar af ákefð samhliða hefðbundnum störfum sínum í arkitektúr.

Þorsteinn hélt sína fyrstu sýningu í Reykjavík árið 1998 og þá fyrstu í Gallerí Fold árið 2000. Hann hefur síðan sýnt reglulega, bæði hér í Gallerí Fold, sem og víða erlendis.

Colours Dancing
Private exhibition of Þorsteinn Helgason in Art Gallery Fold. February 2022.
Þorsteinn Helgason has become well known in the Icelandic art scene in the last two decades, for his colourful abstract paintings, characterized by their decisive structure and vibrant rhythm.
In his latest work, now on display in Gallery Fold, the progress in his work is prominent. The rhythm perhaps more rapid and the flow of colour stronger. Being an eager Jazz enthusiast, a composer and a pianist himself, Þorsteinn has for some time now been fascinated by the context of these different forms of art, exploring and coordinating the rhythm and the colours. This time it has brought him to the use of more vivid colours than often before, now also with stronger contrasts. Þorsteinn´s artistic evolution is therefore in full swing, with the rhythmical dance of colours on the canvas.

Þorsteinn studied architecture at Kunstakademiets Arkitektskole in Copenhagen. He studied art at The Reykjavík School of Visual Arts as well as The Icelandic College of Art and Crafts (MHÍ). Þorsteinn is a partner at the ASK architect agency, one of the largest comprehensive architecture agencies in Iceland, but is also an enthusiastic painter who paints alongside his regular job as an architect.

Þorsteinn´s first solo exhibition was in Reykjavík in 1998 and his first one in Art Gallery Fold was in 2000. Since then, he has exhibited regularly, both here in Art Gallery Fold as well as a number of galleries around the world.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page