top of page

Gallerí 16: Sumarið 2022 - Hjörtur Hjartarson

508A4884.JPG

laugardagur, 3. desember 2022

Gallerí 16: Sumarið 2022 - Hjörtur Hjartarson

HJÖRTUR HJARTARSON
SUMARIÐ 2022

Íslenska náttúran hefur alltaf átt stóran þátt í listsköpun Hjartar og vinnur hann ætíð með íslenska liti og nefnir hann verk sín mjög mikið eftir árstíðum og þá kemur litadýrð þess tímabils fram í verkum hans.
Þessi sýning “Sumarið 2022” er innblástur sem hann varð fyrir þegar hann fór í sína göngutúra heima í Grafarvoginum s.l. sumar.
Í verkunum kemur skýr skírskotun fram í náttúru Íslands s.b fjölbreytileika lita og forma. Einnig kemur dýpt litapalíettunnar vel fram og sýnir hve mikið hann leggur í hvert verk fyrir sig þar sem hann leitast við að láta myndflötinn flæða en samt með spennu og þyngd í honum samtímis.
Þegar rýnt er djúpt í verkin hans er t.d hægt að sjá vatn, sól, mosa, steina, plöntur og margt fleira í bakgrunninum.
Menntun /sýningar:
1992-96 Listaháskóli Íslands, Fjöltæknideild
1996-98 Listaháskóli Granada Spáni, Klassísk teikning
-Samsýningar frá 1994 í Reykjavík, Osló, Hveragerði og New York meðal annars.
-Einkasýningar frá 1996 í Reykjavík, Osló, Hafnarfirði, Ísafirði, Kaupmannahöfn, Granada, New York.

Hjörtur hefur sýnt mikið erlendis þ.a.m í New York, Osló og Granada. Hann hefur selt yfir 200 verk í Evrópu og yfir 100 verk í Bandaríkjunum þar sem hann dvaldi og hélt sýningar. Einnig hefur hann sýnt reglulega á Íslandi síðan hann lauk námi, bæði einka-og samsýningar.

Sýningarstjóri
Sigríður Gunnarsdóttir

Art Hjortur Hjartarson á Fésbókinni & Instagram hjorturhjartarson

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page