top of page

Gallerí Úthverfa: Open call

508A4884.JPG

föstudagur, 26. nóvember 2021

Gallerí Úthverfa: Open call

Gallerí Úthverfa tekur nú við umsóknum frá listamönnum/sýningarstjórum um tillögur að sýningum eða viðburðum fyrir 2022-23. Umsóknir skulu berast fyrir miðnætti 30. nóvember n.k. á netfangið galleryoutvert@gmail.com, merktar UMSÓKN 2022. Fyrirspurnir berist á sama netfang. Öllum umsóknum verður svarað í síðasta lagi 10. desember n.k.
For information in English please send us an e-mail to galleryoutvert@gmail.com

Vinsamlegast látið eftirfarandi fylgja umsókninni:
● Fullt nafn listamanns/sýningarstjóra
● Stutta lýsingu á fyrirhugaðri sýningu/verkefni (250-500 orð)
● Óskir um sýningartímabil (ath. að nú þegar er búið að bóka nokkrar sýningar 2022)
● Myndir eða sjónrænar útskýringar (3-5 verk/verkefni)
○ Fyrir tímatengd verk, myndbands eða hljóðverk skal setja inn hlekk sem leiðir beint á Vimeo, Youtube eða álíka. Vinsamlegast sendið ekki myndbönd eða hljóðverk beint í tölvupósti.
● Ferilskrá
● Vefsíða listamanns ef við á
Gallerí Úthverfa sér um utanumhald sýningar, veitingar á opnun og auglýsir sýninguna á helstu miðlum. Viðkomandi listamanni er séð fyrir gistingu um opnunarhelgina og dagana fyrir þegar sýningin er sett upp. Galleríið er listamannarekið rými með takmörkuð fjárráð og öll vinna við starfsemina er unnin í sjálfboðavinnu. Því miður getur galleríið ekki veitt styrki fyrir ferða- og/eða efniskostnaði, en hægt er að fá formlegt meðmælabréf fyrir þá listamenn sem vilja sækja um styrki annars staðar frá.


ArtsIceland - Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space - kol&salt ehf
GALLERÍ ÚTHVERFA

Gallerí Úthverfa er listamannarekið rými, staðsett í húsnæði gamla Slunkaríkis, Aðalstræti 22 á Ísafirði. Slunkaríki var kennt við Sólon Guðmundsson sem byggði sér hús á Ísafirði fyrir um einni öld síðan og var húsið úthverft, enda taldi Sólon að veggfóður væri fallegra en bárujárn og því ætti veggfóðrið að vera sýnilegt sem flestum. Heiti nýja gallerísins vísar í húsagerð Sólons en einnig það, að sýningarnar munu flestar miðast við að hægt sé að skoða þær um stóran glugga rýmisins sem blasir við vegfarendum um Aðalstrætið og þar af leiðandi má halda því fram að sýningarnar verði á úthvefunni. Alþjóðlegar gestavinnustofur ArtsIceland og Gallerí Úthverfa eru rekin af kol&salt ehf sem er í eigu Elísabetar Gunnarsdóttur og er starfsrækt í samstarfi við myndlistarfólk og fagaðila í skyldum greinum innan svæðis sem utan.
Starfsemi Gallerís Úthverfu/Outvert Art Space nýtur styrkja fyrir stöku verkefni úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Myndlistarsjóði og frá Ísafjarðarbæ.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page