Gallerí Úthverfa: Draugar og annað sem er liðið - Halla Birgisdóttir
föstudagur, 16. desember 2022
Gallerí Úthverfa: Draugar og annað sem er liðið - Halla Birgisdóttir
Halla Birgisdóttir:
Draugar og annað sem er liðið
17.12 2022 – 8.1 2023
Laugardaginn 17. desember kl. 16 verður opnun sýning á verkum Höllu Birgisdóttur í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið ,,Draugar og annað sem er liðið‘‘ og stendur til sunnudagsins 8. janúar. Listakonan verður viðstödd opnun sýningarinnar og boðið verður uppá léttar veitingar
Halla Birgisdóttir (f. 1988) býr og starfar í Reykjavík. Hún notar teikningar og texta til þess að skapa brotakennd frásagnarrými sem birtast áhorfendum m.a. sem innsetningar, bókverk og veggteikningar. Hún kallar sig myndskáld. www.hallabirgisdottir.org
Á sýningunni Draugar og annað sem er liðið má sjá 44 myndljóð sem fjalla um minningar, tilfinningar og annað sem ásækir okkur. Í gamla daga var algengt að fólk sæi drauga í því kolniðamyrkri sem það bjó við. Hvernig sjáum við drauga í okkar upplýsta samfélagi? Eru til hversdagslegir draugar? Skilur allt sem við gerum eftir sig ummerki? Myndljóðin eru sýnd í samspili við veggteikningu sem kallast Við skiljum eftir okkur ummerki. Samhliða verkunum kemur út bókverk þar sem finna má teikningarnar af sýningunni.
Halla Birgisdóttir (b. 1988) lives and works in Reykjavík. She uses drawings and texts to create fragmented narrative spaces that appear in forms such as installations, artist books and wall drawings. She calls herself a visual poet. www.hallabirgisdottir.org
In the exhibition Ghosts and other past things, you can see visual poems about memories, emotions and other things that haunt us. In the olden days, it was common to see ghosts in the absolute darkness that people lived in. How do we see ghosts in our enlightened society? Do ordinary, everyday ghosts exist? Does everything we do leave traces? The visual poems are shown alongside a wall drawing called We leave traces. With the exhibition will be published an artist book with the drawing from the exhibition.
Starfsemi Úthverfu nýtur styrkja fyrir einstök verkefni úr Myndlistarsjóði, Uppbyggingarsjóði Vestjfarða og frá Ísafjarðarbæ.
Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space
Aðalstræti 22 - 400 Ísafjörður
www.kolsalt.is