top of page

Gömul blöð og ennþá eldri

508A4884.JPG

fimmtudagur, 12. september 2024

Gömul blöð og ennþá eldri

Fimmtudaginn 19. september kl. 17:00 opna mæðginin Kjáni (Kristján) og Áslaug Thorlacius sýningu í sýningarrýminu Á milli við Ingólfsstræti í Reykjavík. Á sýningunni eru verk sem eiga það sameiginlegt að vera unnin á pappír sem kominn er til ára sinna, mismikið þó.

Í teikningum sínum, hvort sem þær eru unnar á gamlan og upplitaðan pappír fundinn í gömlum kjallara í Amsterdam eða á servéttur sem hann krotar á hvar og hvenær sem hann kemst í tæri við þær, fylgir Kjáni innsæinu og eltir augljós eða dulkóðuð hnit í pappírnum. Áslaug sýnir annarsvegar myndir af uppáhaldsstöðum og -andartökum sem hún reynir að fanga með olíulitum og hinsvegar þrykk þar sem hún leikur sér með fjarvídd sem byggist á þéttleika farvans.

Kjáni útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2020 en Áslaug lauk sínu myndlistarnámi árið 1991 frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Auk starfa við myndlistina vinnur Kjáni í félagsþjónustu fyrir Reykjavíkurborg en Áslaug er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík.

Sýningin er opin milli kl. 11 og 20 nema sunnudaga en þá er opið milli 12 og 15. Lokað á miðvikudögum.

Síðasti sýningardagur er sunnudagur 29. september.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page