top of page

Gísli B. Björnsson: Landsýn

508A4884.JPG

fimmtudagur, 3. október 2024

Gísli B. Björnsson: Landsýn

Opnun sýningar Gísla B. Björnssonar, Landsýn, laugardaginn 05. október 2024 í Gallerí Fold.

Gísli á merkan sess í sögu grafískrar hönnunar á Íslandi. Eftir farsælan starfsferil fékk sá skapandi kraftur sem hefur ávallt fylgt listamanninum útrás og hefur Gísli sinnt honum að fullum krafti. Náttúran er hans helsti innblástur sem fæðir hugmhyndir með ferðum um náttúru Íslands á hesti meðal annars, þar sem hestamennskan er ein af hans mörgum áhugamálum. Vinna með náttúruleg form og liti er veigamikill þáttur í listsköpun hans og er sú vinna listamanninum vel kunnug gegnum fyrri störf. Áhrifin koma fram í úrvinnslu efnisins í verkunum þegar náttúruleg form taka á sig óhlutbundna mynd en flæðandi litanotkun undir áræðnu handbragði listamannsins fær ætíð að njóta sín.

Á opnuninni verður tónlistarviðburður með djasssöngkonunni Ingibjörgu Helgadóttur og Sigurði Inga Einarssyni. Skissur sem Gísli hefur unnið í tengslum við listsköpun hans verður einnig til sýnis ásamt óvæntum glaðningi fyrir gesti frá listamanninum.

Sýningin stendur til 26. október 2024

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page