Gíslína Dögg Bjarkardóttir: Kokteill
fimmtudagur, 29. júní 2023
Gíslína Dögg Bjarkardóttir: Kokteill
Gíslína Dögg Bjarkardóttir opnar listasýningu þann 4 júlí kl 19:30 á veitingarstaðnum Slippnum í Vestmannaeyjum.
Sýningin ber heitið Kokteill, bæði vegna þess að hún blanda saman aðferðum í listinni og eins er viðfangsefnið nokkurskonar kokteill. Megin uppistaðan í sýningunni tengjast þó verkum sem hún hófst handa við í fyrra og hefur haldið áfram að þróa og vinna með allt fram á daginn í dag og útkoman er eitthvað allta annað en hún hef unnið að áður.
Gíslína tilheyrir listahópi sem ber heitið „Ecophilosophic Dialogues“ sem samanstendur af þremur norskum listakonum og þremur íslenskum. Í þessum hóp eru þær aðallega að vinna með náttúruna og þar hefur hún meðal annars notað svokallaða botanical contact prent aðferð í grafíkinni, sem hún lærði hjá Cathrine Finsrud sem er samstarfskona hennar úr „Ecophilosophic Dialogues“ listahópnum. En botanical contact prent er aðferð til að fá liti úr plöntum og form þeirra yfir á pappír. Ofan á þessar myndir hefur hún síðan unnið áfram með öðrum grafíkaðferðum.
"Ég hef verið heilluð af þeirri hugmyndaauðgi sem einkennir matargerðina á Slippnum þar sem mikið er notast við hráefni úr og við Vestmannaeyjar. Þess vegna fór ég að stúdera jurtir og plöntur hér í Eyjum sem tengjast kokteilunum sem boðið er uppá á Slippnum, þó myndirnar samanstandi ekki nema að litlu leyti af gróðri sem notaður er í kokteila Slippsins, þá var upphaflega hugmyndin og innblásturinn fenginn frá þeim.
Frá miðjum maí og framí miðjan júní síðastliðinn var ég með „Ecophilosophic dialogues“ hópnum mínum í listadvöl í Lofoten Noregi þar sem við heldum sýningar og einnig vorum við með nokkur námskeiði í grafík. Þar hélt ég áfram að þróa grafíkvinnuna mína og notaðist aðallega við sjávarfangið sem einnig kemur fyrir í matargerð í slippnum."
Framundan er svo sýning á Menningarnótt í Reykjavík sem Gíslína var beðin um að vera með, en þar eru Vestmanneyjar sérstakur heiðursgestur í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá upphafi og lokum eldgossins. Þar mun hún sýna í sal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu, en henni hefur einnig hlotnast sá heiður að vera tilnefnd listamaður grafíkvina árið 2024 hjá Íslenskri Grafík.