top of page

gímaldin: Handritin brennd heim

508A4884.JPG

miðvikudagur, 27. mars 2024

gímaldin: Handritin brennd heim

Laugardaginn 30. mars kl. 16 opnar gímaldin sýningu með blönduðu verki / viðburði í Úthverfu á Ísafirði. Verkið ber heitið Handritin brennd heim og stendur til sunnudagsins 14. apríl.

gímaldin hefur starfað sem sólóartisti með útúrdúrum í hljómsveitir og samstarf síðan snemma á 10. áratug síðustu aldar. Fyrsta kasetan (gímaldin) kom út árið 1997 og síðasta kasetan árið 2022. Þar á milli hafa komið út geisladiskar, ein vínylplata og býsnin öll af ýmisskonar netútgáfum. Tónlistin, í nokkurskonar tímaröð, telur, pönk og nýbylgju, trúbadúrisma, alt-tilraunamússikk, gítarrokk, hljómorðaundirspil, folk-rokk, alheimstónlist, blús, metal og neóklassíska píanótónlist.

Samhliða þessu hefur gímaldin látið til sín taka í vídeólist, gerði stuttmyndirnar Velkomin í Beinadal og Blúdní milli 2000 og 2003. Hann hefur gert kynstur af tónlistarvídeóum og heimildamyndina Og þá fór ég að hugsa árið 2023.

Verkið sem gímaldin setur upp í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space er blandað verk sem fjallar um uppgjör við þriðju listgreinina. Bundinn verður táknrænn endir á rithöfundardrauma listamannsins þar sem öllum hans óútgefnu ritverkum verður streymt inná public domain vettvang, og þar með endanlega lokað fyrir alla og hverskonar möguleika á því að búa til fjármuni eða feril úr skáldsögunum.

Inní þetta blandast hugleiðing um samband listarinnar og stafræningu (digitiseringu) hennar – þar sem slíkur gjörningur er nánast óhugsandi án þess að í honum komi gerfigreind einhversstaðar við sögu.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page