top of page

GÍA -  útgáfuhóf

508A4884.JPG

fimmtudagur, 7. nóvember 2024

GÍA -  útgáfuhóf

Útgáfuhóf í Gerðarsafni Sunnudaginn 10. nóvember klukkan 15.00

Safnasafnið, List án landamæra og Gerðarsafn bjóða til útgáfuhófs á síðasta sýningardegi GÍU í Gerðarsafni.

Útgáfuhófið verður haldið á sunnudaginn, 10. nóvember í tilefni nýrrar útgáfu úr ritröð Safnasafnsins. GÍA fjallar um verk og listferil Gígju Guðfinnu Thoroddsen, eða GÍU eins og hún kallaði sig. Margrét M. Norðdahl megin höfundur texta bókarinnar mun segja nokkur orð um listakonuna GÍU

Gígja Guðfinna Thoroddsen valdi sér listamannanafnið GÍA. Hún var fædd í Reykjavík 1957 þar sem hún bjó og starfaði þar til hún lést árið 2021. GÍA stundaði m.a. nám hjá Hring Jóhannessyni listmálara í Myndlistarskóla Reykjavíkur 1975, Vallekille lýðháskólanum í Danmörku 1975 og sótti teikninámskeið í Árhúsum í Danmörku 1976.

Gígja hélt fjölmargar einkasýningar og tók þátt í ýmsum samsýningum, oft á vegum hátíðarinnar List án landamæra og var hún valinn listamaður hátíðarinnar 2017. Verk hennar er m.a. finna í safneignum Landspítalans, Krabbameinsfélagsins, Friðarseturins Höfða og í Safnasafninu þar sem meginhluti verka hennar eru varðveitt. Fjölskylda Gígju ánafnaði safninu 800 verk eftir hennar dag og í kjölfarið hefur verkum hennar verið miðlað þar og þau sýnd reglulega.

Verk Gígju hafa ríkar skírskotanir til listasögunnar, samfélagsins, andlegra þátta, þekktra einstaklinga, arkitektúrs og svo í eigin reynsluheim, sem hún miðlaði af áræðni og örlæti, þá sérstaklega sem virkur notandi geðheilbrigðisþjónustu hér á landi.

Bókin er sú ellefta í röð sýnisbóka þar sem verkum úr safneign Safnasafnsins er miðlað til áhugafólks um listir. Bókin er ríkulega myndskreytt og gefur góða innsýn í höfundarverk GÍU, hún er um 150 bls og er bæði á ensku og íslensku. Megintexti er eftir Margréti M. Norðdahl en æviágrip eru eftir fjölskyldumeðlimi, Atla Bollason og Ástu Steinunni Thoroddsen.

Safnasafnið hóf útgáfu á sýnisbókum safneignar árið 2016 í þeim tilgangi að rannsaka og kynna listaverkaeign sína. Að baki liggur fyrst og fremst sú stefna að skrásetja og miðla vanmetnum þætti íslenskrar listasögu sem safnið hlúir markvisst að. Sýnisbækurnar sem nú þegar hafa komið út fjalla um fjölbreytt verk ólíkra listamanna, þekktra sem ókunnra, sem starfað hafa á jaðri .

Viðburðurinn er opinn öllum og verður bókin til sölu á sérstöku kynningarverði 4.000.kr

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page