Fyrri úthlutun úr Muggi árið 2025

fimmtudagur, 10. apríl 2025
Fyrri úthlutun úr Muggi árið 2025
Úthlutunarnefnd Muggs hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir tímabilið 01.04.2025 – 30.09.2025.
Muggur veitir styrki í vikum talið, 50.000 kr fyrir vikudvöl erlendis. Einstaka sinnum eru veittir styrkir í fleiri vikur, en þó aldrei fleiri en 3 vikur í senn.
Að þessu sinni voru veittir styrkir til 25 verkefna eða samtals 38 vikur.
Þá hlutu 11 listamenn styrk í eina viku en 12 listamenn fengu úthlutað tveimur vikum. Einn listamaður hlaut styrk í þrjár vikur.
Muggur er samstarfsverkefni SÍM, Myndstefs og Reykjavíkurborgar. Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis.
Nánar um Mugg – dvalarsjóð á www.sim.is/muggur
Mynd: Katrín Elvarsdóttir, Sakura 2, 2020. Úr myndaröðinni Hitabeltisnýlenda. Varanlegt ljósmyndaprent, 50x75sm